Þungarokkhljómsveitin DIMMA sendi frá sér plötuna Eldraunir í maí og af því tilefni blés sveitin til heljarmikilla útgáfutónleika í Háskólabíói laugardaginn 10. júní síðastliðinn. Uppselt var og mikil stemning meðal tónleikagesta sem voru á öllum aldri, allt frá börnum upp í miðaldra rokkara.
Á meðal gesta var rithöfundurinn Stefán Máni sem á hlut í tveimur textum á plötunni. „Þetta eru fyrstu textarnir sem ég frumsem fyrir tónlist en Jón Ólafs gerði lag við ljóðið Leikhús fyrr á árinu,“ segir Stefán Máni. „Nafni minn Jakobsson leitaði til mín með lögin sín og ákveðin þemu fyrir þau. Saman unnum við svo textana og var það mjög gaman og gefandi. Ég er sérstaklega ánægður með Kalda ást enda er sá texti mjög í mínum anda og lagið hreint stórkostlegt. Stefán er magnaður tónlistarmaður og Dimma er frábært rokkband. Ég hvet alla til að sjá þá á Hard Rock 24. júní næstkomandi, annaðhvort um daginn eða kvöldið. Það er mikil upplifun að sjá þessa ljúflinga á sviði.“
DIMMA er að fylgja útgáfu Eldrauna eftir af krafti og auk útgáfutónleikanna hefur DIMMA haldið nokkra tónleika víðs vegar um landið, en þeir næstu eru eins og Stefán Máni nefnir laugardaginn 24. júní á Hard Rock í miðbæ Reykjavíkur og er um að ræða tvenna tónleika, aðra fjölskylduvæna um miðjan daginn og hina standandi tónleika um kvöldið. Einnig mun DIMMA koma fram á helstu tónleikahátíðum landsins svo sem Eistnaflugi, Þjóðhátíð, Neistaflugi og Menningarnótt.
Töff hæfileikatríó Rithöfundurinn Stefán Máni, Guðjón Guðjónsson, trymbill og hljóðmaður, og goðsögnin Michael Pollock eru allir hæfileikaríkir á fleiri en einu sviði.
Ástfangið par Marta María Jónasdóttir, ritstýra Smartlands, og Páll Winkel fangelsismálastjóri eru glæsileg saman.
Tvær kynslóðir af hæfileikum Trúbadorarnir, ljúflingarnir og vinirnir Tómas Ó. Malmberg og Ingvar Valgeirsson buðu næstu kynslóð með á tónleika. Stefán „Sveppur“, sonur Ingvars, spilar á gítar og Helga Fanney, dóttir Tómasar, er farin að reyna fyrir sér í söng. Bæði eiga framann vísan og munu leysa feður sína af hólmi fyrr en varir.
Flottir feðgar Feðgarnir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkur, og Gylfi voru spenntir fyrir Dimmu.
Töffari í lit Flestir mættu í svörtu, en Hildur Boga Bjarnadóttir var ein örfárra sem braut þá reglu og mætti litrík og töff.
Rokkarapar Sonja Sól Einarsdóttir og Ingi Guðnason eru sannir rokkaðdáendur og létu sig ekki muna um rúntinn frá Selfossi.
Rokk er fyrir alla aldurshópa Tónleikarnir voru fjölskyldutónleikar og sjá mátti nokkur börn á öllum aldri. Ragnhildur Dröfn Steingrímsdóttir og Gunnar Diego voru mætt með Gunnar Lárent, fjögurra ára. Sigurdís vinkona þeirra fékk að vera með á myndinni.
Herra Rock og frú Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Eistnaflugs og Hard Rock, og eiginkonan Hrefna Húgosdóttir, hjúkrunarfræðingur og fræðslustjóri.
Rokkaralegar Vinkonurnar Ása Björg Ásgeirsdóttir og Selma Ragnarsdóttir.
Brjálað rokk Ingó Geirdal gítarleikari.
DIMMA Hljómsveitin DIMMA eru Ingó Geirdal gítarleikari, Birgir Jónsson trommuleikari, Stefán Jakobsson söngvari og Silli Geirdal bassaleikari.
Tónlistarfeðgin Feðginin Helga Fanney og Tómas Ó. Malmberg eru bæði að gera góða hluti í tónlistinni.
Facebooksíða DIMMU