fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Hörður Torfa: „Ef þú elskar stráka, þá er það af því að þú átt að elska stráka“

„Þú verður að taka ákvörðun fyrir þig sem einstakling“

Auður Ösp
Laugardaginn 27. maí 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hefur gríðarlega áhrif. Af hverju? Ég var þjóðfrægur. Það vissu allir hver ég var. Ég var óskatengdasonur þjóðarinnar,“ segir Hörður Torfason, söngvari, lagasmiður, leikai og baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra í samtali við sjónvarpsþáttinn Mannamál á Hringbraut. Hörður vakti þjóðarathygli þegar hann steig fram í viðtali við tímaritið Samúel árið 1975 og viðurkenndi samkynhneigð sína, fyrstur íslenskra homma.

Viðbrögðin við viðtalinu í Samúel á sínum tíma voru vægast sagt vægðarlaus og mátti Hörður þola ofsóknir og áreitni um árabil. Var honum meðal annars hótað lífláti og tók að lokum þá ákvörðun að flýja land. Hann kom síðar að stofnun Samtakanna 78 auk þess sem hann hefur lagt öðrum mannréttindasamtökum lið. Þá stóð hann einnnig útifundum á Austurvelli eftir efnahagshrunið árið 2008 og var eitt af andlitum búsáhaldabyltingarinnar.

Í samtali við Mannamál lýsir Hörður því hvernig mikið vatn hefur runnið til sjávar í réttindabaráttu samkynhneigðra og það hafi meðal annars skilað sér árið 2005 þegar sett voru lög í landinu um að ekki mætti mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar. „Þetta er ekki bara að heimta að vera hommi, þetta er að fá að vera manneskja.“

Hörður kveðst ekki hafa fundið til skömmustutilfinningar sem unglingur, vitandi að hann væri samkynhneigður. Hins vegar fékk hann þau skilaboð frá umhverfinu að hann ætti að gera það. „Ég sagði: „Vertu það sem þú ert, þú getur aldrei verið neitt annað. Ef þú elskar stráka, þá er það af því að þú átt að elska stráka.“

Hörður rifjar einnig upp hvernig tíðarandinn var á þeim tíma þegar hann kom út úr skápnum á áttunda áratug seinustu aldar. „Ég horfði út í þjóðfélagið. Þetta var svo fullkomið samfélagið. Hommar voru eltir. Flestir sem ég þekkti voru í mikilli óreglu, niðurbrotið fólk og sundurtætt. Ég átti einn frænda sem var hommi og mér leið bara illa þegar ég sá hann, hann var svo illa sundurtættur af alkóhóli.“

Hann segist hafa tekið meðvitaða ákvörðun þegar hann var ungur maður. „Ég bjó uppi í Hraunbæ og ég var í heila viku og horfa á stjörnurnar og tala við sjálfan mig. Niðurstaðan varð sú að ég myndi aldrei gera annað en að standa með sjálfum mér. Aldrei eiga börn, ég hét sjálfum mér því og ekki gifta mig konu. Vera bara ég sjálfur.“

Hann segist jafnframt aldrei hafa getað hugsað sér að vera laumuhommi, enda taldi hann fullvíst að hann myndi ekki lifa það af. Hann ítrekar að hver einasta manneskja hafi rétt til að lifa þeim lífsstíl sem hún kýs sér. „Þú verður að taka ákvörðun fyrir þig sem einstakling en svo eru undantekningar ,eins og ég sem er að reyna að betrumbæta ástandið og skapa umræðu þannig að aðrir njóti þess.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=poOZ47zbDO4&w=600&h=543]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Í gær

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hverju skyldu útlendingar eiga bágt með að trúa um Ísland?

Hverju skyldu útlendingar eiga bágt með að trúa um Ísland?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókarýni: Brotakennt baksvið stjórnmálanna

Bókarýni: Brotakennt baksvið stjórnmálanna