fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fókus

Mikael Máni glímir við dæmigerða einhverfu og hvítblæði: „Hjúkrunarfræðingarnir komu skríðandi inn á stofuna“

Gunnar Ingi og Svava María eiga þrjú börn – Tvö þeirra takast á við mikil veikindi

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 11. maí 2017 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Ingi Gunnarsson og Svava María Ómarsdóttir eiga þrjú börn. Salómon Leví, Mikael Mána og Sigurrós Myrru. Salómon Leví, yngsti sonurinn, á við ýmsa fæðingargalla að etja. Mikael, sá elsti, greindist ungur með dæmigerða einhverfu og þegar hann var fjögurra ára greindist hann einnig með hvítblæði. Sigurrós Myrra, sem verður tveggja ára í sumar, er alveg heilbrigð. Gunnar og Svava lýsa henni sem miklum orkubolta.

Hjúkrunarfræðingarnir komu skríðandi inn á stofuna

„Eins og svo oft með einhverf börn kom þetta ekki strax í ljós. Margir höfðu orð á því hvað Mikael væri gott barn og hvað hann væri prúður þegar hann léki sér. Hann greindist þegar hann byrjaði í leikskólanum, um eins og hálfs árs, sem er mjög snemmt,“ segir Gunnar og bætir því við að þau séu afar þakklát fyrir að hafa fengið greiningu svona snemma. Það var mikill léttir.

Eftir að Mikael greindist síðan með hvítblæðið þurfti hann að venjast því að vera uppi á spítala hvern daginn á fætur öðrum og vera umkringdur heilbrigðisstarfsfólki. Verandi einhverfur var hann ekki ýkja sáttur við þessa skyndilegu breytingu.

Ef Mikael rumskaði um nóttina og byrjaði að líta í kringum sig flýttu hjúkrunar- fræðingarnir sér niður á gólf svo hann sæi þá ekki

„Þetta var ekkert smá erfitt. Fyrstu tvo mánuðina var hann öskrandi á hverjum einasta degi. Hann byrjaði að öskra um leið og hann varð var við einhvern koma inn á stofuna. Fyrstu vikurnar komu hjúkrunarfræðingarnir á fjórum fótum eftir gólfinu og reyndu að fela sig meðan þær stilltu tækin. Ef Mikael rumskaði um nóttina og byrjaði að líta í kringum sig flýttu þau sér niður á gólf svo hann sæi þau ekki,“ segir Gunnar og skellir upp úr. „Hjúkrunarfræðingarnir á Barnaspítalanum eru alveg magnað fólk.“

Mikael hefur þurft að fara í tíðar meðferðir. Fyrst var hann svæfður vikulega og krabbameinslyfi sprautað inn í mænuna. Þá var hann uppi á spítala fimm daga í senn og kom síðan heim. En nú hefur dregið úr því og hann á aðeins tvær slíkar meðferðir eftir. „Síðasta meðferðin hans er um miðjan ágúst. Eftir það fær hann töflur í eitt og hálft ár sem við getum gefið honum heima. Það verður mikill munur,“ segir Svava.

„Það þarf mikið til að koma okkur úr jafnvægi“

Batahorfur Mikaels eru sem betur fer mjög miklar. Sú tegund hvítblæðis sem hann greindist með er vel læknanleg og þar að auki er hann heppinn að hafa greinst svona ungur.

Svava María og Gunnar Ingi hafa gegnið í gegnum mikla erfiðleika en halda sínu striki og gera allt til að hjálpa börnunum.
Sterkir foreldrar Svava María og Gunnar Ingi hafa gegnið í gegnum mikla erfiðleika en halda sínu striki og gera allt til að hjálpa börnunum.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Gunnar og Svava hafa gengið í gegnum mikið upp á síðkastið og voru fyrir vikið betur undirbúin að takast á við erfiðleikana í sambandi við Salómon. „Þetta er nú þegar búið að vera mjög erfitt ár, þannig að það hefði þurft mikið til að koma okkur úr jafnvægi,“ segja þau.

Sjá frétt: Gunnar Ingi vill ekki vera þessi dæmigerði Íslendingur og segja: „Þetta reddast!“

Styrktarsjóður Mikaels Mána og Salómons

Vegna einhverfunnar hefur Mikael Mána þótt afar erfitt að vera umkringdur læknum og hjúkrunarfræðingum dag eftir dag.
Á spítalanum Vegna einhverfunnar hefur Mikael Mána þótt afar erfitt að vera umkringdur læknum og hjúkrunarfræðingum dag eftir dag.

Búið er að opna styrktarreikning fyrir ungu hjónin og börn þeirra, til að sjá til þess að þau þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan á allt annað. „Það var systir mín sem fékk hugmyndina fyrst þegar Mikael greindist með hvítblæðið, síðan notuðum við sama reikning fyrir Salómon,“ segir Gunnar og bætir við að sér hafi fundist lygilegt að fylgjast með viðbrögðum fólks. „Við erum ótrúlega þakklát fyrir allan stuðninginn.“

Hægt er að styðja við bakið á Salómon Leví og Mikael Mána með því að greiða inn á styrktarsjóðinn.

Reikningsnúmer: 0115-15-630309
Kennitala: 230189-2939

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Af hverju eigum við svona erfitt með að einbeita okkur?

Af hverju eigum við svona erfitt með að einbeita okkur?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðaðist til allra landa og var hrifinn af Íslandi – „Allt virkar og vegirnir eru í frábæru ástandi“

Ferðaðist til allra landa og var hrifinn af Íslandi – „Allt virkar og vegirnir eru í frábæru ástandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kökusmakkari TikTok nýtur lífsins hérlendis – „Ég fokking elska þetta land“

Kökusmakkari TikTok nýtur lífsins hérlendis – „Ég fokking elska þetta land“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er ólög að fólk sem finnur einu leiðina til að bjarga lífi sínu sé að gera ólöglega hluti“

„Það er ólög að fólk sem finnur einu leiðina til að bjarga lífi sínu sé að gera ólöglega hluti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Magnús vandar Vigdísi ekki kveðjurnar – „Heilt yfir verður serían þó að teljast vonbrigði“

Magnús vandar Vigdísi ekki kveðjurnar – „Heilt yfir verður serían þó að teljast vonbrigði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenskir Eurovision-aðdáendur bregðast við útspili Ísraels – „Allt til að láta fólk gleyma því hver raunverulegu fórnarlömbin eru hérna“

Íslenskir Eurovision-aðdáendur bregðast við útspili Ísraels – „Allt til að láta fólk gleyma því hver raunverulegu fórnarlömbin eru hérna“