Reykjavik International Games lauk um helgina
WOW Reykjavik International Games fór fram daganna 26. janúar til 5. febrúar. Íþróttabandalag Reykjavíkur, í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík, stóð að leikunum. Keppt var í 22 einstaklingsíþróttagreinum en um var að ræða 10 ára afmæli leikanna. Um 2.000 íslenskir íþróttamenn öttu kappi.
Listhlaup á skautum hefur verið hluti af RIG síðan 2008. Skautasamband Íslands skipulagði mótið og Listhlaupadeild Skautafélags Reykjavíkur hélt það. Ljósmyndari DV leit við á sunnudaginn og myndaði nokkrar glæsilegar skautahlaupskonur í æfingum sínum. Eva Dögg Sæmundsdóttir varð efst íslensku keppendanna.