fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fókus

Leoncie komin aftur til Íslands

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 3. febrúar 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og skemmtikrafturinn Leoncie er komin aftur til Íslands eftir dvöl á Indlandi með eiginmanni sínum, Viktori. Leoncie tilkynnti fyrir áramót að hún hygðist flytja af landi brott og setjast að á Indlandi.

Hélt hún sína síðustu tónleika í kjölfarið. En nú eru Leoncie og Viktor komin aftur til Íslands. Margt dreif á daga þeirra Leoncie og Viktors og var Leoncie til dæmis í löngu spjalli í útvarpsþætti á All India Radio.

Indverska prinsessan hafði áður tjáð sig í viðtali og sagt mikinn rasisma á Íslandi.

„Þetta byrjaði allt á netinu. Fólkið hérna er nokkuð hatursfullt. Ég hef búið í um níu ár í Bretlandi og enginn hagaði sér eins og fólkið hérna. Ég er byrjuð að kalla þá hina íslensku Ku Klux Klan.“

Þá sagði Leoncie einnig að eiginmaður hennar hefði tjáð henni fyrir 34 árum að fjórar til fimm spilltar og gráðugar fjölskyldur á Íslandi stjórnuðu landinu. Sagði söngkonan að eiginmaður hennar hafi áttað sig á að það hafi verið mistök að flytja til Íslands. Þess í stað hefðu þau átt að halda beint til Indlands. „Það er nóg að gera fyrir mig þar.“

Ætlaði Leoncie að verða pólitíkus á Indlandi.

,,Mig langar til að verða stjórnmálamaður. Nokkrir flokkar hafa haft samband við mig og þetta er góður tími fyrir mig til að huga að stjórnmálaþátttöku í Indlandi, vegna þess að ég bý að svo mikilli lífsreynslu, og hef komið víða við í heiminum, búið hér í Bretlandi og í þessu skelfilega landi. Ég verð að komast burt og ég mun ekki flytja aftur til Íslands. Og ef einhver býr yfir snefil af gáfum, þá gætir hann sín á að gera það ekki heldur.“

Söngkonan þekkta virðist hins vegar hafa gefið þá drauma upp á bátinn og er komin aftur heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gúrkusalat Sölku slær í gegn

Gúrkusalat Sölku slær í gegn
Fókus
Í gær

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins

Bjuggu saman í húsvagni í byrjun sambandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu

Segir þetta eitrað við skrifstofumenningu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla

Stóð við gröf föður síns og spurði hvað hún ætti að gera – Ákvað að elta drauma hans og skráði sig í skóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda

Var kölluð lygari en fær nú að segja sögu sína – Rænt og átti að vera seld til hæstbjóðanda