„Ég varð sár og sendi skilaboð; fyrirgefðu, ertu að segja að ég sé heimsk? Þá fékk ég til baka, nei ekki heimsk en þessi aðferð er heimskuleg. Þegar ég ætlaði að fara að svara því var búið að eyða mér út.“
Þetta segir Sigrún Sigurpálsdóttir annar stærsti þrifasnappari landsins um átök hennar og Sólrúnar Diego sem áttu sér stað fyrir um ári síðan. Sigrún og Sólrún eru báðar þrifasnapparar og sýna á snapchat hin ýmsu þrifaráð. Sigrún var gestur Lóu Pind í þættinum Snapparar á Stöð 2 þar sem hún gerði upp stríðið við Sólrúnu. Hún er enn sár vegna málsins. Átökin má rekja til stóra ilmkúlumálsins en Sólrún gagnrýndi Sigrúnu fyrir að nota ilmkúlur í þvottavélar og að nýta spritt við þrif.
Sigrún hefur ekki miklar tekjur upp úr því að snappa og segir að mikil vinna fari í það að halda því úti.
„ … stundum kemur það upp í hugann á mér að auðvitað ætti maður að vera að fá meiri tekjur af þessu, mér finnst stundum ekki þess virði að fórna tíma með fjölskyldunni í sjálfboðavinnu. […] Ég er ekki nógu ákveðin kannski,“ sagði Sigrún en því næst ræddi hún og Lóa Pind stóra ilmkúlumálið. Þegar rimman á milli Sólrúnar og Sigrúnar stóðu yfir sagði Sigrún:
„Það sem ég lýð ekki er að fólk reyni að upphefja sjálft sig á minn kostnað. Ég lýð það heldur ekki að láta kalla mig á opinberum vettvangi með láa greindarvísitölu. Mér finnst það ógeðslega skítt.“
Þá þakkaði Sigrún fyrir stuðninginn.
„Ég veit ekki hvort einhver (Sólrún) leit á mig sem of mikla samkeppni,“ sagði Sigrún í þættinum sem sýndur var um helgina: „Ég var að fjalla um allskonar þrifaráð, svo fæ ég send skilaboð og er spurð hvort virkilega ákveðinn aðili (Sólrún Diego) sé að drulla yfir mín ráð á sínu snappi.“
Ljóst er að þó ár sé liðið frá rimmunni er Sigrúnu ekki skemmt. Sólrúnu var boðið að vera með í þáttaröðinni en hún afþakkaði. Sigrún nefnir Sólrúnu aldrei á nafn en Lóa Pind segir ljóst við hvern hún á:
„Ég varð sár og sendi skilaboð; fyrirgefðu, ertu að segja að ég sé heimsk? Þá fékk ég til baka, nei ekki heimsk en þessi aðferð er heimskuleg. Þegar ég ætlaði að fara svara því var búið að eyða mér út,“ sagði Sigrún í þættinum og bætti við:
„Ég var svo reið og sár á þessum tíma. Fyrir mér kom þetta út að þegar minn fylgjendahópur fór að stækka, var eins og það væri of mikil ógn. En ég hugsa eins og með allt að þegar eru komnir peningar í spilið þá dregur það fram versta í fólki.“
Lóa Pind spurði þá hvort henni hefði sárnað:
„Já, virkilega,“ svaraði Sigrún sem hefur ekki talað við Sólrúnu Diego eftir stóra ilmkúlumálið.