fbpx
Fimmtudagur 09.janúar 2025
Fókus

Magnús Viðar 6 ára fenginn til að sjá um kennslu í 9.bekk

Greindur með dæmigerða einhverfu – Heltekinn af sólkerfinu

Auður Ösp
Fimmtudaginn 7. apríl 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er kanski heldur óvenjulegt að 6 ára drengur skuli taka að sér kennslu fyrir nemendur í 9.bekk en sú var engu að síður raunin á dögunum þegar hinn ungi áhugamaður um stjörnufræði, Magnús Viðar Kristmundsson, tók að sér að miðla af þekkingu sinni. Magnús Viðar, sem er greindur með dæmigerða einhverfu, hefur lengi haft brennandi áhuga á öllu sem tengist sólkerfinu og hafa samnemendur hans í Fellaskóla á Egilsstöðum notið góðs af.

„Hans styrkleikar eru þeir að hann er ofboðslega fljótur að læra og tileinka sér nýja hluti. Hann man rosalega mikið,“ segir móðir Magnúsar, Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir, í samtali við blaðamann en áhugi hans á stjörnufræði kviknaði snemma.

„Hann fékk mikinn áhuga á bílum þegar hann var 4 ára. Svo uppgvötvaði hann að það væru til flugvélar og þá varð hann heltekinn af þeim og vildi fá að vita um allar tegundir sem væru til af flugvélum. Bókin sem var lesin fyrir svefninn var Stóra flugvélabókin. Það var það eina sem ég mátti lesa,“ segir Halla hlæjandi. „Svo uppgvötvaði hann geimskutlur og þar af leiðandi geiminn og þá opnaðist alveg nýr heimur. Á mjög stuttum tíma var hann búinn að læra um allar pláneturnar og öll tunglin sem fylgdu hverri plánetu og hvernig þau róterast og svo framvegis.“

„Við höfum nýtt mikið Stjörnufræðivefinn og Vísindabók Villa og svo höfum skoðað mikið af myndböndum á Youtube,“ segir Halla og bætir við að bókin Geimurinn og geimferðir hafi síðan verið lesin spjaldanna á milli en þessi ungi snillingur varð læs fimm ára gamall. Hefur hann frá þeim tíma verið iðinn við að lesa hinar ýmsu bækur spjaldanna á milli.

„Það er kanski ekki á öllum heimilum sex ára barna þar sem foreldarnir þurfa að svara spurningum á borð við hvað þyngdarafl og gufuhvolf sé,“ segir hún kímin. „Hann vill læra allt um þetta, alveg niður í minnstu smáatriði. Hann er alveg heltekinn. Núna er hann kominn yfir í lesa um önnur sólkerfi, þannig að það er nóg framundan.“

Magnús Viðar með eina af sínum eftirlætisbókum
Magnús Viðar með eina af sínum eftirlætisbókum

Magnús er í fyrsta bekk í Fellaskóla og ber Halla skólanum vel söguna en þar fær Magnús aðstoð frá stuðningsfulltrúanum sínum, henni Elísabet Ósk Sigurðardóttur. Bekkjarfélagarnir hafa flestir fylgt honum frá því í leikskóla. „Honum finnst mannleg samskipti oft voða flókin en krakkarnir eru góð við hann og skilningsrík. Þau eru búin að þekkja hann lengi og þau taka honum bara eins og hann er.“

Magnús hafði lengi átt sér þann draum að fara með seglana af sólkerfinu sínu í skólann og kenna hinum krökkunum um sólkerfið. Það varð úr að kennari Magnúsar, Harpa Rós Björgvinsdóttir, stakk upp á því að láta draum hans verða að veruleika í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar, þann 1.apríl síðastliðinn. „Krakkarnir voru afskaplega spennt og það var yndilegt að sjá hvað þetta gaf honum og þeim mikið,“ segir Halla en kennslustund Magnúsar þótti takast svo vel að í fyrradag var hann fenginn til að kenna á ný – í þetta sinn unglingum í 9.bekk skólans. „Þar stóð hann á þreföldum kolli svo hann næði að benda á töfluna á meða krakkarnir nánast göptu yfir því hvernig í ósköpunum hann næði að muna þetta allt!“

Einbeittur kennari og nemendur
Einbeittur kennari og nemendur

Halla tekur hiklaust undir þá fullyrðingu að einblína megi enn frekar á alla þá góðu kosti og styrkleika sem fylgi einhverfunni. „Ég er rosalega stolt af gaurnum mínum. Hann er búinn að kenna mér svo ofboðslega mikið. Ég lít á heiminn allt öðrum augum vegna hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Var Demi Moore að hunsa Kylie Jenner? – Sannleikurinn um atvikið sem allir eru að tala um

Var Demi Moore að hunsa Kylie Jenner? – Sannleikurinn um atvikið sem allir eru að tala um
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aubrey Plaza tjáir sig eftir sviplegan dauða eiginmannsins

Aubrey Plaza tjáir sig eftir sviplegan dauða eiginmannsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hélt hún hefði pantað fallegt jólaskraut af Temu – „Ég myndi ekki trúa þessu nema ég hefði séð þetta sjálf“

Hélt hún hefði pantað fallegt jólaskraut af Temu – „Ég myndi ekki trúa þessu nema ég hefði séð þetta sjálf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birgir fór á skeljarnar tveimur árum seinna en hann ætlaði sér – „Lífið er smá óútreiknanlegt“

Birgir fór á skeljarnar tveimur árum seinna en hann ætlaði sér – „Lífið er smá óútreiknanlegt“