fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

„Ákveðin í að flytja burt og koma aldrei aftur“

Guðrún kom út úr skápnum fyrir ári síðan sem lesbía

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. mars 2016 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkonurnar Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir og Guðrún Ósk Gunnarsdóttir búa á Höfn í Hornafirði. Sigríður Þórunn er nýútskrifuð úr Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu og Guðrún lýkur námi þaðan í vor. Fyrir ári kom Guðrún út úr skápnum sem lesbía en vinkonurnar segja það mikil tíðindi í litlu sjávarþorpi eins og Höfn.

Vildi vera öðrum samkynhneigðum fyrirmynd

„Ég kom út úr skápnum með það í huga að þá væri þetta komið upp á yfirborðið og þá mátti tala um það. Ég hafði fundið fyrir því að fólk grunaði þetta og að þegar einhver umræða kom upp varðandi samkynhneigð í kringum mig þá fannst fólki það svo vandræðalegt. Svo vildi ég líka gefa öðrum samkynhneigðum einstaklingum á Hornafirði fyrirmynd, sem ég hefði óskað þess að hafa haft sjálf,“ segir Guðrún Ósk.

Sigríður tekur undir með vinkonu sinni og segir að orðræðan varðandi Guðrúnu hafi verið mjög sérstök og jafnvel ljót á tímabili. „Það var svo mikil þöggun í gangi og orðræðan í skólanum í tengslum við samkynhneigð var orðin svo sérstök. Það kom til dæmis tími þar sem reynt var að þröngva Guðrúnu út úr skápnum. Svona getur þetta orðið í litlu sjávarþorpi. Ég myndi ekki segja að þetta væru fordómar, heldur lítil vitneskja um þessi mál sem veldur svona miklum vandræðagangi.“

Guðrún Ósk áttaði sig á kynhneigð sinni í 7. bekk en kom ekki út úr skápnum fyrr en rúmum sex árum síðar, á sínu öðru ári í framhaldsskóla. Stelpurnar segjast meðvitaðar um að svona sé þetta ekki endilega alls staðar á Íslandi en að í svona litlu samfélagi sé það að koma út úr skápnum bæði hugrakkt og fréttnæmt.

Setti kynhneigð sína á samfélagsmiðla

„Við þekktum engan annan í sveitarfélaginu sem hafði komið út úr skápnum þegar ég ákvað að gera það. Þess vegna var þetta risastórt skref fyrir mig. Ég ætlaði aldrei að segja neinum þetta enda var ég ákveðin í að flytja héðan burt og koma aldrei aftur. En þegar ég kynntist Siggu þá eignaðist ég vinkonu sem ég fann að ég gat treyst almennilega fyrir þessu. Stuðningur hennar og annarra vinkvenna minna hjálpaði mér afskaplega mikið og þann 7. apríl í fyrra héldum við vinkonurnar svona „út úr skápnum partí“ þar sem við enduðum með því að setja það á samfélagsmiðla að ég væri lesbía.“

Viðtökurnar komu vinkonunum að óvart þar sem flestir tóku fréttunum mjög vel en þær sáu samt ástæðu til þess að kalla eftir fræðslu frá Samtökunum ’78 fyrir samnemendur sína.
„Hér er ennþá allt svo svart og hvítt og þess vegna vildum við fá fræðslu frá Samtökunum ’78 í kjölfar þess að Guðrún kom út úr skápnum. Við fundum ekki fyrir neinum fordómum meðan á fyrirlestrinum stóð og hann var mjög þarfur. En eftir á skein fáfræðin í gegn og sumir skildu ekki alveg hvað í þessu fólst. Það var líka mikið rætt um hvort þetta væri ákvörðun eða meðfætt og jafnvel hvort Guðrún upplifði sig sem strák.“

Guðrún segir samt að flestir hafi reynt að skilja hana og að fólk hafi komið upp að henni og óskað henni til hamingju með þessa ákvörðun. Eins segist Guðrún vera stolt af því að kalla á þessa mikilvægu umræðu í samfélaginu.
„Auðvitað er til fleira samkynhneigt fólk frá Hornafirði en það var ekki fyrr en eftir að ég steig sjálf út úr skápnum að ég komst að því. Þetta var falið, allavega fyrir okkur yngri kynslóðina. Ég er samt stolt af því að hafa vonandi tekið þátt í breytingum hvað það varðar og gert það auðveldara fyrir aðra að koma út úr skápnum hér í framtíðinni. “

Stofnuðu Femínistafélag FAS

Og vinkonurnar hafa brallað ýmislegt fleira en að hafa áhrif á viðhorf samfélagsins til samkynhneigðar því í fyrra stofnuðu þær Femínistafélag Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu ásamt því að vera forsprakkar fyrir Druslugöngunni á Höfn.

„Já, í framhaldsskólanum var byrjað að kenna kynjafræði sem kallaði á mikla femíníska umræðu hérna. Okkur fannst því mikilvægt að stofna femínistafélag við skólann eins og svo margir aðrir framhaldsskólar á landinu. Í fyrstu héldum við að við myndum verða örfáar í félaginu en í það skráðu sig 30 manns. Sem er mjög gott í 120 manna framhaldsskóla.“

Félagið hefur verið starfandi í tæpt ár og staðið fyrir alls konar uppákomum. Til dæmis fræðslu og fyrirlestrum, sent frá sér ályktanir um femínísk málefni sem betur mega fara í samfélaginu og margt fleira.
Vinkonurnar horfa björtum augum fram á veginn og stefna báðar á lýðháskóla í Svíþjóð í haust og Guðrún tekur það sérstaklega fram að nú geti hún vel hugsað sér að snúa aftur á Höfn að loknu námi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Í gær

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger