fbpx
Föstudagur 24.janúar 2025
Fókus

„Sleifaratriðis“ bræðurnir með nýtt myndband: Óður til Kópaskers

Allir lögðust á eitt til að gera „Kópasker the musical“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 25. febrúar 2016 23:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hætti eiginlega fyrir fjórum árum að reyna að halda utan um hversu margir voru búnir að horfa á þetta. Þetta virðist ennþá lifa í dag,“ segir Ottó Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður en hann er einn af meðlimum þríeykisins Efri Hólabræður eða Every Whole Brothers ásamt bræðrum sínum þeim Óla Jóni og Ómari. Bræðurnir öðluðust óvænta frægð árið 2010 eftir að myndskeið af svokölluðu Sleifaratriði sló rækilega í gegn á vefnum og fékk milljónir áhorfa á Youtube. Þeir hafa nú sent frá sér nýtt myndband sem má segja að sé nokkurs konar óður til heimabæjar þeirra Kópaskers.

Umrætt Sleifaratriði rataði á sínum tíma í spjallþátt Jay Leno auk þess sem japanskt framleiðslufyrirtæki keypti einkarétt á notkun myndbandsins í Japan í heilt ár. „Við höfum semsagt undanfarin tíu ár gert myndbönd með leiknum sketsum fyrir þorrablótin á Kópaskeri,“ segir Ottó og bætir við Sleifaratriðið fræga hafi verið gert í þeim tilgangi. „Núna í ár langaði okkur hins vegar að breyta til og ákváðum að myndband sem inniheldi nokkur þekkt lög með nýjum textum tengdum Kópaskeri sem væru síðan sungin af vel völdu fólki.“

Útkoman var nokkurs konar söngleikur um Kópasker: „Kópasker the musical“ og er óhætt að segja að hér sé á ferð eitt metnaðarfyllsta þorrablótsmyndband síðari ára. „Þeir sem tóku þátt eru meira og minna allt brottfluttir úr bænum, við bræðurnir, unnusta mín Anna Karen, Stefán Jónsson áhugaleikari á Akureyri og svo Lilja Guðmundsdóttir söngkona. Sigurður Magnússon kvikmyndagerðarmaður var síðan okkur innan handar.“

„Jú, jú við fáum það nú svona annars lagið í hausinn,“ segir Ottó aðspurður um hvort fólk sé ennþá að minnast á Sleifaratriðið við þá bræður. „Ég er oft að vinna með útlendingum sem muna eftir að hafa séð það og minnast á það við mann.“

Söngleikinn um Kópasker má sjá hér fyrir neðan.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=a5QbOs4cmJo&w=600&h=360][youtube https://www.youtube.com/watch?v=RgsTojbvdZc&w=600&h=480]

Hér má jafnframt sjá hið fræga Sleifaratriði frá árinu 2010:

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=TXPQY_VRP6M?feature=player_embedded&w=600&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nagelsmann skrifar undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Bonnie Blue reiður eftir að hún svaf hjá þúsund mönnum – „Við vorkennum honum öll“

Eiginmaður Bonnie Blue reiður eftir að hún svaf hjá þúsund mönnum – „Við vorkennum honum öll“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“