fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Lúxuslíf Söru Heimis í Los Angeles: Vöðvafjall, bleikur Benz og 500 fermetra glæsihöll

Flutti tvítug til Orlando – Kynntist Rich á Facebook – Vilja eignast börn

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 19. febrúar 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég sé ekki fyrir mér að flytjast aftur til Íslands,“ sagði hin 26 ára Sara Heimisdóttir í viðtali í Fréttatímanum í september síðastliðnum. Sara hefur vakið athygli hér á landi síðustu mánuði, eða allt frá því að greint var frá sambandi hennar og vaxtaræktarkappans Rich Piana.

Ástin virðist blómstra á milli parsins en á Valentínusardaginn fékk Sara glæsilegan bleikan Benz að gjöf frá Piana sem er 44 ára, 18 árum eldri en Sara. Þau gengu í hjónaband í septembermánuði eftir að hafa kynnst á Facebook nokkrum mánuðum fyrr. En hver er Sara Heimis og hvaðan kemur hún? DV skoðaði feril Söru.

Þessi mynd vakti athygli á dögunum en Rich gaf sinni heittelskuðu glæsilegan bleikan Benz á Valentínusardaginn.
Bleikur Benz Þessi mynd vakti athygli á dögunum en Rich gaf sinni heittelskuðu glæsilegan bleikan Benz á Valentínusardaginn.

Mynd: Myndir: Instagram/RichPiana/SaraPiana

Var hálfgerð strákastelpa

Sara, sem er skírð Ragnheiður Sara, er fædd og uppalin í Reykjavík en það á ágætlega við að hún fagnar 27 ára afmælisdegi sínum þann 4. júlí, þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Rúm fimm ár eru liðin síðan Sara flutti til Bandaríkjanna, nánar tiltekið til Orlando. Þá var Sara rúmlega tvítug en áður hafði hún gengið í Menntaskólann í Kópavogi og um tíma var hún við nám í Verkmenntaskólanum á Akureyri eins og fram kom í viðtali í Morgunblaðinu í október síðastliðnum.

„Ég var hálfgerð strákastelpa og elskaði að klifra í trjám og leika mér úti. Mamma starfaði sem flugfreyja og þar sem hún var einstæð móðir fór ég oft með henni í flug og ferðaðist því út um allar trissur. Þar af voru þær ófáar ferðirnar til Bandaríkjanna og Flórída,“ sagði Sara í viðtalinu sem birtist þann 17. október síðastliðinn.

Langaði að breyta til

Þegar Sara var um tvítugt fór hana að langa að breyta til, skipta um umhverfi og stefna hærra. Hún áttaði sig á því að draumar hennar myndu ekki rætast hér á landi. „Ég ákvað að gera eitthvað með líf mitt, að láta draumana rætast. Ísland er bara svo lítið land,“ sagði Sara í viðtali í Fréttatímanum í september, en í viðtalinu í Morgunblaðinu kom fram að úr hafi orðið að Sara flutti fyrst til föður síns í Svíþjóð en í kjölfarið til móður sinnar í Flórída.

Móðir hennar, Ólöf Lára, starfaði sem fyrr segir sem flugfreyja hjá Flugleiðum og Icelandair í um aldarfjórðung og hafði Sara dvalið í Bandaríkjunum áður og kunnað ágætlega við sig, verið hálf amerísk í sér. „Ég er meira að segja fædd 4. júlí. Ég sé ekki fyrir mér að flytja til Íslands,“ sagði Sara í Fréttatímanum.

Þau Sara og Rich eru óárennileg.
Stælt hjón Þau Sara og Rich eru óárennileg.

Mynd: Myndir: Instagram/RichPiana/SaraPiana

Nam sálfræði og lögfræði

Ekkert fararsnið virðist því vera á Söru og sagðist hún í viðtalinu lítið fylgjast með því sem gerist hér á landi. „Ég er ekkert hangandi á netinu að skoða hvað er í gangi. Ég gerði það fyrst eftir að ég flutti út en núna veit ég bara það sem fjölskylda og vinir segja mér,“ sagði Sara en fjölskylda hennar býr að nánast öllu leyti hér á landi en móðir hennar býr enn í Flórída.

Eftir að hún fluttist út til Bandaríkjanna fór Sara í nám, fyrst sálfræði og svö lögfræði en á sama tíma var móðir hennar að læra arkitektúr. Sara ákvað að setja námið á hilluna þegar hún kynntist eiginmanni sínum, Rich Piana, sem er vel þekktur innan vaxtaræktarheimsins í Bandaríkjunum. Hann er með um 450 þúsund fylgjendur á Instagram og 500 þúsund fylgjendur á YouTube-rás sinni og þar er meðal annars hægt að fylgjast með því sem gerist í lífi hjónanna. „Við eyðum hverri sekúndu saman og eigum stórkostlegt samband,“ sagði hann í aðdraganda brúðkaupsins í september í einu af fjölmörgum myndböndum sínum sem nálgast má á YouTube-rás hans.

Prófaði sig áfram í fitnesskeppnum

Sara hafði alla tíð verið virk í íþróttum og spilaði hún til dæmis fótbolta hjá Val á sínum yngri árum. Áhugi hennar á fitness var til staðar þegar hún flutti til Bandaríkjanna en þegar þangað var komið fékk Sara sér einkaþjálfara og prófaði sig áfram í fitnesskeppnum. Það var í gegnum fitnessgeiran sem hún kynntist eiginmanni sínum, Rich Piana. „Við kynntumst lítillega fyrir tveimur árum en þá vorum við á allt öðrum stað í lífinu. Ég var í sambandi sem var svona „byrja-og-hætta-saman“ endalaust,“ sagði Rich í viðtalinu í Morgunblaðinu um tímabilið í lífi sínu þegar hann kynntist Söru.

//platform.instagram.com/en_US/embeds.js

Örlögin gripu inn í

Segja má að örlögin hafi gripið inn í þegar Sara ákvað að senda Rich skilaboð á Facebook í fyrravor. „Svo sendi Sara mér skilaboð á Facebook í vor og það var af ótrúlegri tilviljun sem ég sá þau skilaboð. Ég fæ óteljandi skilaboð á hverjum degi, mörg þúsund á viku, og ég hef engan tíma til að fara í gegnum þau og nota Facebook almennt mjög lítið. Einhverra hluta vegna poppa þessi skilaboð þannig upp að ég sé þau og við förum að spjalla mikið saman. Ég fann strax að Sara var allt öðruvísi en þær stelpur sem ég hafði kynnst hingað til,“ sagði Rich í viðtalinu í Morgunblaðinu.

Sara á ekki von á því að flytja heim til Íslands.
Ánægð í Bandaríkjunum Sara á ekki von á því að flytja heim til Íslands.

Mynd: Myndir: Instagram/RichPiana/SaraPiana

Sem fyrr segir blundaði fitness-áhuginn í Söru áður en hún flutti út og sagði hún í viðtalinu við Fréttatímann að hana hefði langað að keppa þegar hún bjó á Íslandi. Þrátt fyrir áhuga Rich á líkamsrækt var það hann sem ráðlagði Söru að keppa ekki í fitness. „Hann sagði að það væri bara heimskulegt að vera að keppa í þessu sporti, það væri bæði peninga- og tímasóun. Maður er að kaupa sér rándýr bikiní með öllu blinginu á. Ég ætti frekar að nota tímann í að stofna fyrirtæki og reyna að græða peninga,“ sagði Sara í viðtalinu.

Dæmigerður dagur

Í viðtalinu í Fréttatímanum lýsti Sara venjulegum degi í lífi hjónanna. „Við reynum að vakna snemma og ég tek „cardio“ heima, fer á brettið. Svo borðum við. Rich fer svo yfirleitt að vinna í vídeóunum sínum, það er alltaf eitthvað að gera sem tengist fyrirtækjunum. Síðan förum við í ræktina. Eftir það gerum við eitthvað sjálf, förum út að borða eða í bíó eða erum með hundunum okkar. Þetta er yfirleitt frekar venjulegt nema þegar Rich fer á sýningar. Hann þarf að ferðast mikið.“

„Andlega þroskuð“

Auk þess að vera virtur innan vaxtaræktarheimsins á Rich fyrirtækið 5% Nutrition sem gengur vel. Hann nýtir sér samfélagsmiðla, YouTube og fleira til að koma vörum sínum á framfæri. Þá séu fleiri verkefni á teikniborðinu. „Ég stefni að því að komast sem lengst áfram sjálf. Það er hægt að græða peningum í þessum bransa með því að koma upplýsingum áfram til fólks,“ sagði Sara í Fréttatímanum, en hún hefur staðið við hlið eiginmanns síns í fyrirtækjarekstrinum og þar er nóg að gera.
Sem fyrr segir er átján ára aldursmunur á Rich og Söru en í viðtalinu í Morgunblaðinu sagðist Rich ekki finna fyrir honum. „Þótt aldursmunurinn á okkur sé töluverður, en ég er 44 ára, hef ég aldrei fundið þann aldursmun því Sara er mjög þroskuð.“

//platform.instagram.com/en_US/embeds.js

Búa í 500 fermetra glæsivillu

Ljóst er að þau Sara og Rich lepja ekki dauðann úr skel, en þau búa í tæplega fimm hundruð fermetra glæsivillu í Los Angeles. Fimm svefnherbergi eru í húsinu, fimm baðherbergi og í garðinum er körfuboltavöllur. Í viðtalinu í Fréttatímanum sagði Sara að það væri á teikniborðinu að minnka við sig, fara í hús á einni hæð með sundlaug. „Það er mjög dýrt að búa hérna. Við ætlum að finna eitthvað á einni hæð með sundlaug. Við þurfum ekki körfuboltavöll og garðinn notum við bara fyrir hundana,“ sagði Sara en auk þess að eiga bleikan Benz keyra þau um á Maserati-sportbíl. „Já, Rich vill alltaf eiga það flottasta og ég hef alltaf verið mikil bílakelling. Við erum alveg eins með það.“

Vilja eignast börn saman

Sara og Rich gengu í hjónaband í Las Vegas þann 17. september síðastliðinn, en það vakti athygli þegar Rich tilkynnti á YouTube-rás sinni að öllum væri boðið. Þau Rich og Sara hafa enn ekki komið til Íslands en þau stefna á að koma fljótlega, ef marka má ummæli þeirra í viðtölunum sem vitnað hefur verið til. Þá sé á dagskránni hjá þeim að eignast barn saman. „Það er alveg búið að ræða það, já. Ég sagði frá upphafi að ég vildi eignast fjölskyldu. Það verður kannski ekki á næsta ári eða árið þar á eftir. En það er „semi“ stutt í það,“ sagði Sara í Fréttatímanum.

Rich og Sara giftu sig í Las Vegas í september síðastliðnum.
Hjónaband í Las Vegas Rich og Sara giftu sig í Las Vegas í september síðastliðnum.

Mynd: Myndir: Instagram/RichPiana/SaraPiana

//platform.instagram.com/en_US/embeds.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum glamúrfyrirsæta veltir fyrir sér hvort henni hafi yfir höfuð langað að eignast börn – „Þetta var bara eitthvað sem allir gera“

Fyrrum glamúrfyrirsæta veltir fyrir sér hvort henni hafi yfir höfuð langað að eignast börn – „Þetta var bara eitthvað sem allir gera“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna