fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Fókus

Menningarverðlaun DV 2017: Tilnefningar í flokki stafrænnar listar

Fókus
Þriðjudaginn 2. október 2018 23:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningarverðlaun DV fyrir árið 2017 verða afhent við hátíðlega athöfn föstudaginn 5. október klukkan 16:30 í nýjum og glæsilegum höfuðstöðvum DV að Suðurlandsbraut 14 sem eru fyrir ofan Íslandsbanka. Í ár verða veitt verðlaun í sjö flokkum; kvikmyndum, leiklist, tónlist, bókmenntum, fræðum og stafrænni miðlun auk þess sem veitt eru sérstök heiðursverðlaun.

Þá verða lesendaverðlaun dv.is veitt en þar munu lesendur dv.is fá tækifæri til þess að kjósa það verk, listamann eða höfund sem þeim líst best á. Þriðjudaginn 2. október hefst netkosning á dv.is sem stendur til hádegis 5. október. Sú tilnefning sem hlýtur flest atkvæði í netkosningunni hreppir lesendaverðlaun dv.is.

Í þessum flokki eru veitt verðlaun þeim stofnunum og/eða einstaklingum sem skarað hafa fram úr er varðar varðveislu og framsetningu á efni með stafrænum hætti. Nýta tæknina til að gera listinni hátt undir höfði og leiða notandann á þann hátt um nýja veröld.

Hér má sjá tilnefningarnar og skipan dómnefndar í stafrænni list.

Gabríela – Listakona

Lifandi og tímalaus vefsíða þar sem notandinn kynnist listamanninum í gegnum alla miðla. Gabríelu tekst vel að færa hefðbundna list yfir á stafræna miðla og fangar vefsíðan kjarna listamannsins.

Björk Guðmundsdóttir

Björk notar stafræna miðla til fulls og hrífur notanda með sér á fallegan og tæran hátt. Hún nýtir alla anga tækninnar til að koma list sinni á framfæri, sem og tengdum verkefnum. Hún vekur áhuga á listsköpun sinni og þeirri sýn sem hún hefur á veröldina.

Anna Halldórsdóttirlagasmiður og songkona

Heildarsýnin er einföld, en jafnframt einlæg og skýr. Litanotkun er góð og tekst Önnu vel upp að kynna sig sem listamann án þess að flækja hlutina óþarflega mikið. Fallega unnin síða sem endurspeglar stíl og sýn listamannsins.

Íslenski Dansflokkurinn

Mikið verk hefur verið unnið í að skjalfesta sögu Íslenska dansflokksins og vefsíðan leiðir notandann sífellt áfram með upplýsingum og fréttum af flokkinum. Efni, bæði þá og nú, er til fyrirmyndar og er listin í forgrunni, sem verður til þess að vekja áhuga á listforminu.

Sigurdur Guðjonsson

Skemmtilega uppsett síða sem kemur á óvart og er afar fagmannlega unnin. Hún vekur strax áhuga og inniheldur greinargóðar upplýsingar um listamanninn og hans verk. Listamaður kemur verkefnum sínum vel á framfæri og er heildarsýnin til fyrirmyndar.

Í dómnefndinni voru: Dísa Anderiman, Guðmundur Ragnar Einarsson og Guðmundur Oddur Magnússon

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Heilabrot: Það sem þú sérð fyrst segir til um örlög þín

Heilabrot: Það sem þú sérð fyrst segir til um örlög þín
Fókus
Í gær

Börnin gátu ekki afborið að horfa upp á Paul Young gifta sig að nýju

Börnin gátu ekki afborið að horfa upp á Paul Young gifta sig að nýju
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heilabrot: Aðeins örfáir sjá allar konurnar

Heilabrot: Aðeins örfáir sjá allar konurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Arnór segir gríðarlegan fjölda fólks læknast af stoðkerfisverkjum með hjálp kulda

Arnór segir gríðarlegan fjölda fólks læknast af stoðkerfisverkjum með hjálp kulda
Fókus
Fyrir 5 dögum

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa