Sjónvarpsstöðin ABC hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis þeir munu hætta framleiðslu á þáttunum Roseanne. Þátturinn er þriðji vinsælasti sjónvarpsþáttur í Bandaríkjunum og leikur Roseanne Barr aðalhlutverkið.
Ástæða þess að þáttunum var aflýst er vegna Twitter færslu sem Roseanne Barr setti inn þann 28. maí síðastliðinn. Þar sagði hún að Valerie Jarrett, fyrrverandi ráðgjafi Barack Obama fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, væri barn múslimska bræðralagsins og apaplánetunnar.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Roseanne skrifar umdeildar Twitter færslur og hafa yfirmenn ABC sjónvarpsstöðvarinnar haft áhyggjur af skrifum hennar í ágætan tíma.
Roseanne baðst svo seinna afsökunar á ummælum sínum, en það virðist svo að það hafi verið of seint.
I apologize to Valerie Jarrett and to all Americans. I am truly sorry for making a bad joke about her politics and her looks. I should have known better. Forgive me-my joke was in bad taste.
— Roseanne Barr (@therealroseanne) May 29, 2018