fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Fyrsti rabbíni Íslands: „Ef það þyrfti að umskera þá myndum við ráða Mohel inn að utan til að framkvæma hann“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 8. júní 2018 12:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rabbíninn Avi Feldmann, eiginkona hans Mushky og tvö börn þeirra eru nýkomin til landsins og munu þau sjá um að skipuleggja og halda utan um trúarstarf gyðinga á Íslandi.

Málefni gyðinga hafa verið mjög til umræðu á Íslandi undanfarna mánuði eftir að frumvarp um bann við umskurði drengja var lagt fram á Alþingi í vetur. Kristinn hjá DV ræddi við Avi sem hyggst dvelja hér til langframa.

Þetta er brot úr viðtali í helgarblaði DV:

Mun flytja inn sérfræðinga til að umskera

Avi og Mushky komu til Íslands í tvígang í vetur áður en þau fluttu hingað í maí síðastliðnum.

Honum líst vel á land og þjóð og segist aðeins hafa fundið fyrir velvild. Eftir að hafa kynnst gyðingum á Íslandi ákváðu þau að þetta væri staðurinn fyrir þau.

Sumir hafa sett komu hjónanna í samhengi við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði ungra drengja líkt og er í gildi við umskurði stúlkna. En Avi hafnar því alfarið að koma fjölskyldunnar tengist frumvarpinu á nokkurn hátt.

„Við ákváðum að koma og ganga inn í samfélag gyðinga hér af þeim ástæðum sem áður voru nefndar og það hefur ekkert að gera með frumvarpið. Fréttirnar af hvoru tveggja komu um svipað leyti en ákvörðun okkar var tekin áður en frumvarpið var lagt fram. Við komum hingað til að aðstoða fólk og fræða um þessa hluti, um fegurðina sem býr í gyðingdómnum en ekki til að þrýsta á fólk eða reyna að hafa áhrif á umræðuna með áróðri.“

Hversu mikilvægur er umskurður fyrir gyðinga?

„Umskurður er einn af grundvallar þáttum í gyðingdómi. Þetta er Mitzvah, eða boðorð, sem hefur fylgt okkur í árþúsundir og við trúum mjög sterkt á trúfrelsi, ekki aðeins fyrir okkur heldur fyrir alla. Við fögnuðum þeirri nefnd sem lagði til að frumvarpinu yrði vísað frá. Þetta styrkti að gyðingdómur gæti átt stað á Íslandi líkt og önnur trúarbrögð.“

Framkvæmir þú umskurði?

„Nei, það gera sérfræðingar sem kallast Mohel. Þeir læra þetta líkt og læknar sem framkvæma skurðlækningar og taka sérstakt próf í umskurði. Ég hef aldrei framkvæmt slíkan skurð en ef það þyrfti að umskera þá myndum við ráða Mohel inn að utan til að framkvæma hann.“

Erum við ekki að taka valið af barninu með þessari aðgerð?

„Eins og ég sagði áður þá er umskurður ákaflega mikilvæg Mitzvah í gyðingdómi, algjör grundvallarþáttur, og hefur til dæmis forgang fram yfir friðhelgi Yom Kippur-hátíðarinnar.“ Yom Kippur er helgasti dagur gyðinga, haldinn um miðjan september. Avi leggur áherslu á orð sín þegar hann segir:

„Aðeins eitt hefur forgang fram yfir umskurð og það er heilsa barnsins. Ef barn er ekki reiðubúið fyrir umskurð er honum frestað þangað til heilsa barnsins leyfir. Hvað varðar rétt barnsins þá er umskurður eitthvað sem foreldrum er treyst til að ákveða líkt og mörgum öðrum. Í dag er umskurður leyfður í öllum ríkjum veraldar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“
Fókus
Fyrir 4 dögum

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi