fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Anna Kolbrún: Femínisti og jafnréttissinni í víðum skilningi

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 23. júní 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðflokkurinn er ekki orðinn eins árs gamall en hefur engu að síður unnið tvo góða kosningasigra. Ein þeirra sem stendur í fremstu víglínu flokksins er Anna Kolbrún Árnadóttir, en hún var kjörin á Alþingi í haust. Kristinn hjá DV ræddi við Önnu um jafnréttismálin sem eru henni svo kær, erfiðan skilnað við Framsóknarflokkinn og baráttuna við illvíga og sjaldgæfa tegund af krabbameini.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV

 

Femínisti og jafnréttissinni í víðum skilningi

Anna Kolbrún er mikill jafnréttissinni og hefur gegnt trúnaðarstörfum á því sviði. Í Framsóknarflokknum var hún bæði jafnréttisfulltrúi og formaður Landssambands Framsóknarkvenna. Hún hefur verið formaður Jafnréttissjóðs síðan 2016 og á árunum 2013 til 2016 var hún skipaður formaður aðgerðahóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðsins um launajafnrétti á milli kynjanna.

„Við vorum að úthluta úr Jafnréttissjóði í gær og við höfum verið að reyna að láta hann ganga yfir landið allt svo hann endi ekki eins og fálkaorðan, alltaf í 101 Reykjavík,“ segir Anna Kolbrún og brosir.

Ertu femínisti?

„Ef femínisti er jafnréttissinni og ég held að hann sé það, þannig að já ég er femínisti. En ég er líka jafnréttissinni í þessu víða samhengi, ekki aðeins kynjajafnrétti því það er aðeins hluti af þessu öllu saman. Þarna undir er jafnrétti milli aldurshópa, jafnrétti fatlaðra og fleira. Ég held að við séum öll fylgjandi jafnrétti og enginn sé í raun og veru á móti því. En við þurfum að læra að hugsa um þessa hluti, það er svolítil æfing eða þjálfun.“

Í sjö manna þingflokki Miðflokksins er Anna Kolbrún eina konan en hún segir samstöðuna í þingflokknum hafa verið ákaflega gefandi á liðnum vetri.

„Við erum mjög ólík og ég finn að strákarnir kunna svolítið að setja sig saman en þeir eru samt ekki allir á móti mér. En af því að ég er eina konan í flokknum verð ég að vera varamaður í öllum nefndum og ráðum sem ég er ekki í af því að það þarf alltaf að tilnefna bæði karl og konu.“

Anna Kolbrún telur samfélagið allt stefna í rétta átt þegar kemur að jafnréttismálum en þó sé margt sem ennþá er óunnið. Þegar hún er spurð hvar vanti mest upp á nefnir hún þann hóp sem mikið hefur verið í umræðunni undanfarin ár.

„Það eru fordómar gegn geðsjúkum í samfélaginu og aðstæður þeirra til að taka þátt í atvinnulífinu eru erfiðar. Þó að við séum með vinnumarkað sem hefur hlutfallslega mikið af hlutastörfum þá er það ekki nóg því að við þurfum að mæta fólki þar sem það er. Til dæmis þunglyndir sem geta dottið út í ákveðinn tíma. Einnig er ég ekki hrifin af því að það séu til sérstakir verndaðir vinnustaðir. Hið opinbera á að vinna betur með fyrirtækjum til að koma því fólki víðar að.“

Nú hefur lengi verið talað um málefni geðsjúkra og allir virðast sammála um að aðgerða sé þörf. Af hverju lagast þessi mál ekkert?

„Það er svo sorglegt að upplifa það að sjá þingsályktun eftir þingsályktun um aukna sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum, háskólum og á fleiri stöðum en einfalda lausnin er að breyta reglugerðum og setja þetta undir hatt Sjúkratrygginga Íslands,“ segir hún ákveðin.

„Ég hef verið að beita mér fyrir þessu og ekki aðeins eftir að ég kom inn á þing. Áður átti ég til dæmis samtal við Kristján Þór Júlíusson, þáverandi heilbrigðisráðherra, um þetta. Það vita allir að það er auðvelt að auka aðgengi fólks að sálfræðingum. En sumum finnst þetta kosta of mikið og geðsjúkir eru því alltaf látnir mæta afgangi, meira að segja í þessum blessaða nýja spítala við Hringbraut. Þeir eiga að vera áfram í gömlu húsunum sem eru hugsanlega ónýt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjarni Ben farinn að gefa eftir í bekkpressu – Sjáðu myndbandið

Bjarni Ben farinn að gefa eftir í bekkpressu – Sjáðu myndbandið