fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fókus

Állistamaðurinn Odee hannaði listaverk fyrir bjórumbúðir WOW air

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. febrúar 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Állistamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson eða Odee fékk það óvenjulega og skemmtilega verkefni að hanna umbúðir utan um bjór sem WOW air mun veita gestum á Íslensku bjórhátíðinni sem hefst á morgun.

„Þetta var virkilega spennandi og skemmtilegt verkefni. Mjög krefjandi að hanna verkið svo að það hentaði þörfum WOW air en samt vera sjálfstætt Odee verk,“ segir Odee.

„Ég hef haft mikinn áhuga á vöruhönnun og auglýsingum þannig að þetta verkefni féll vel að því sem ég hef verið að stefna að.“

„Ég hef verið að nota leppinn til að leiðrétta litskekkju á milli augnanna meðan ég er að skapa listaverkin, WOW air létu græja fyrir mig lepp í WOW litunum.“
Leppur leiðréttir litskekkju „Ég hef verið að nota leppinn til að leiðrétta litskekkju á milli augnanna meðan ég er að skapa listaverkin, WOW air létu græja fyrir mig lepp í WOW litunum.“

„Það er mikill áhugi fyrir því að setja sjálft álverkið af þessu listaverki (bjórverkinu) í nýju höfuðstöðvar WOW air,“ segir Odee. „Verkið heitir I’m in Paradise og á að vera táknrænt fyrir ferðalagið frá paradís, vinstri helmingur verksins, sem er táknrænn fyrir útlönd og heim til Íslands, hægri hlið verksins.“

WOW air er einn af styrktaraðilum Íslensku bjórhátíðarinnar, sem fer nú fram í sjöunda sinn og verður hún haldin á Kex hostel 22. – 25. febrúar næstkomandi.

Odee var í viðtali við DV í lok síðasta sumars, sjá hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Telur að Justin Bieber sé fastur í sértrúarsöfnuði

Telur að Justin Bieber sé fastur í sértrúarsöfnuði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Drakk aðeins próteindrykki í 7 daga – Áhrifin komu honum í opna skjöldu

Drakk aðeins próteindrykki í 7 daga – Áhrifin komu honum í opna skjöldu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“