Állistamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson eða Odee fékk það óvenjulega og skemmtilega verkefni að hanna umbúðir utan um bjór sem WOW air mun veita gestum á Íslensku bjórhátíðinni sem hefst á morgun.
„Þetta var virkilega spennandi og skemmtilegt verkefni. Mjög krefjandi að hanna verkið svo að það hentaði þörfum WOW air en samt vera sjálfstætt Odee verk,“ segir Odee.
„Ég hef haft mikinn áhuga á vöruhönnun og auglýsingum þannig að þetta verkefni féll vel að því sem ég hef verið að stefna að.“
„Það er mikill áhugi fyrir því að setja sjálft álverkið af þessu listaverki (bjórverkinu) í nýju höfuðstöðvar WOW air,“ segir Odee. „Verkið heitir I’m in Paradise og á að vera táknrænt fyrir ferðalagið frá paradís, vinstri helmingur verksins, sem er táknrænn fyrir útlönd og heim til Íslands, hægri hlið verksins.“
WOW air er einn af styrktaraðilum Íslensku bjórhátíðarinnar, sem fer nú fram í sjöunda sinn og verður hún haldin á Kex hostel 22. – 25. febrúar næstkomandi.
Odee var í viðtali við DV í lok síðasta sumars, sjá hér