fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Hér búa íslenskar tískudrottningar og kóngar – Sjáðu myndirnar

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 23. febrúar 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV heldur áfram að skoða hvernig fulltrúar hinna ýmsu stétta hafa komið sér fyrir á fasteignamarkaði. Áður hefur DV skoðað hvernig stjórnendur bankanna búa, sem og fulltrúar launþega, stjórnendur lífeyrissjóðanna og forstjórar hinna ýmsu stórfyrirtækja.

Í þetta sinn er komið að þeim sem skapað hafa tísku landsmanna, margir til fjölda ára, hönnuðum og/eða eigendum hinna ýmsu tískuverslana landsins. Í DV 1. febrúar tókum við fyrir tíu tískudrottningar og kónga og hús þeirra og hér er komið að öðrum hluta.

Sjá einnig fyrri hluta: Hér búa íslenskar tískudrottningar og kóngar – Sjáðu myndirnar

DV fletti upp á heimilum ellefu einstaklinga og kaupverði eignanna. Kennir þar ýmissa grasa.

Hæsta kaupverðið á tískuheimili var 128,5 milljónir króna en lægsta kaupverðið var 13,5 milljónir króna. Hafa verður í huga að hæsta verðið var greitt 2013, en hið lægsta 2002. Nokkur stærðarmunur er á eignunum, stærsta tískuhúsið er heilir 352,7 fermetrar og það minnsta er 79,2 fermetrar að stærð.

Vesturgata 26c Hafdís Þorleifsdóttir, eigandi Gyllta kattarins, býr í fallegu 168,4 fermetra bakhúsi sem var byggt árið 1897. Hafdís keypti húsið árið 2003 á 16,2 milljónir króna. Falleg eign rétt fyrir utan ys og þys miðborgarlífsins.

Bergstaðastræti 54 Hugrún Dögg Árnadóttir og Magni Þorsteinsson, eigendur skóverslunarinnar Kron Kron, eiga 79,2 fermetra risíbúð í þessu fallega húsi sem byggt var árið 1928. Íbúðina keyptu þau í nóvember árið 2002 á 13,5 milljónir króna.

Laugarásvegur 35 Ester Ólafsdóttir og Karl Steingrímsson, eigendur Pelsins, eiga glæsilegt 345,8 fermetra hús, sem byggt var árið 1958, sem Ester er skráð ein eigandi að síðan árið 2009. Klukkur Áskirkju klingja í nágrenninu og frábært útsýni er yfir Laugardalinn og stutt að fara til að njóta útiveru og kyrrsældar þar.

Rauðilækur 25 Sindri Snær Jensson, annar eigenda Húrra Reykjavík, er skráður til heimilis hjá foreldrum sínum. Frábær staðsetning og engin ástæða til að færa sig langt frá þessu hverfi.

Sörlaskjól 24 Margrét Arna Hlöðversdóttir, eigandi As We Grow, á 279 fermetra hús í Vesturbænum með manni sínum, Jóni Garðari Guðmundssyni. Húsið, sem byggt var árið 1950, keyptu þau í nóvember árið 2007 á 73 milljónir króna. KR-völlurinn, Vesturbæjarlaug og útivistarperlan við Ægisíðu eru í næsta nágrenni.

Gulaþing 22, Kópavogi Sara Lind Pálsdóttir, eigandi Júník, býr í íbúð í fallegu parhúsi sem byggt var árið 2008. Íbúðina, sem er 105,6 fermetrar, keypti Sara Lind í febrúar 2018 á 49,5 milljónir króna. Útivistarperlan á Vatnsenda og Vatnsendavatn bíður manns við bæjardyrnar.

Markarflöt 51, Garðabæ Andrea Magnúsdóttir, eigandi Andrea by Andrea, býr í gullfallegu 204,9 fermetra einbýlishúsi með manni sínum, Ólafi Þór Ólafssyni. Húsið, sem byggt var árið 1965, keyptu þau í nóvember 2011 á 45 milljónir króna. Frábær eign á flötunum í Garðabæ.

Strandvegur 8, Garðabæ Helga Ólafsdóttir, eigandi Iglo+indi, býr í 113,4 fermetra íbúð í húsi sem byggt var árið 2004. Helga keypti íbúðina í maí 2017 á 45 milljónir króna.

Mávanes 8, Garðabæ Lindex-hjónin Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon búa í fallegu 352,7 fermetra einbýlishúsi sem byggt var árið 1979. Húsið keyptu þau í júní 2013 á 128,5 milljónir króna.

Háaberg 39, Hafnarfirði Linda Björg Árnadóttir, eigandi Scintilla, býr ásamt unnusta sínum, Bárði Sigurgeirssyni, í 322 fermetra einbýlishúsi, sem byggt var 1992 og er þinglýst eign hans.

Kjarnagata 29, Akureyri Þuríður María Hauksdóttir, eigandi Spútnik og Nostalgía, leigir íbúð í þessu húsi, en Heimavellir III ehf. er eigandi alls hússins, sem byggt var árið 2016.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin