fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Fókus

Gabríel er í sambandi með Instagram stjörnu frá Tókýó – Svona kynntust þau: „Það er það skrýtna við þetta“

Fókus
Þriðjudaginn 4. júní 2019 12:30

Gabríel og Juliana Brown.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tveimur mánuðum síðan kynntist Gabríel Jaelon Skarpaas Culver Instagram stjörnunni Juliana Brown. Aðeins viku eftir þeirra fyrstu kynni á netinu pantaði hann sér flug til Tókýó til Juliönu. Hann ætlar að flytja til hennar í sumar og segir frá ástinni, dvölinni og öðru í viðtali við 101 live.

Gabríel er tvítugur og útskrifaðist úr Menntaskólanum við Sund fyrir ári síðan. Hann kynntist Juliönu Brown á Instagram þar sem hún nýtur mikilla vinsælda og er með rúmlega 140 þúsund fylgjendur.

 

View this post on Instagram

 

???? ????

A post shared by jυjυ (@iamjulianabrown) on

Gabríel segir við 101 live að hann hafi ákveðið að panta flug til Japans aðeins viku eftir að þau kynntust á netinu en hafi ekki verið stressaður.

„Það er það skrýtna við þetta. Við byrjuðum að tala saman á Instagram í einn til tvo daga, síðan addar hún mér á Snapchat og hringir í mig á „face-time“. Við töluðum saman daglega í heilan mánuð. Þannig að ég var alltaf sultuslakur, ég var bara spenntur,“ segir Gabríel.

Myndband af parinu hittast í fyrsta skipti má sjá hér að neðan, en það er af Instagram reikningi Juliönu, iamjulianabrown.

 

View this post on Instagram

 

?? ????? @culverinn ???

A post shared by jυjυ (@iamjulianabrown) on

Ferðalagið hefur verið ólíkt því sem Gabríel þekkir og segir hann dvölina í Tókýó hafa víkkað sjóndeildarhring hans.

„Síðan ég kom hingað hef ég séð eitthvað á hverjum einasta degi sem ég hefði ekki getað ímyndað mér,“ segir Gabríel.

Eins og fyrr segir nýtur Juliana mikilla vinsælda á Instagram og segir Gabríel hana raka inn seðlum hvar sem er. „Hún póstar bara einhverri vöru í story og allir sáttir. Ég fór til dæmis með henni í yoga um daginn þar sem hún fékk borgaðar fúlgur fjár fyrir að fara í yoga. Ég var bara að taka myndir af henni í yoga,“ segir Gabríel við 101 live.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Gabríel Jaelon Skarpaas Culver (@culverinn) on

Gabríel segir frá því þegar þau hittu annað par. „Á fimmta deginum kom eitthvert ríkt par að sækja okkur og fór með okkur í húsið sitt í tveggja tíma fjarlægð. Þau borguðu allt, bara til þess að vera með okkur. Allt er borgað fyrir mann. Stundum veit ég hreinlega ekki hvernig ég á að haga mér.“

Gabríel ætlar að flytja til Juliönu í sumar og læra allt sem hann getur um fyrirsætustörf en þar liggur hans áhugi.

Þú getur lesið viðtalið við Gabríel í heild sinni á 101 live.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“