„Það kemur mér ekki á óvart að Jóhönnu gangi vel í þættinum, því hún er með keppnisskap og gerir miklar kröfur til sín, er metnaðarfull og gerir allt vel sem henni er falið. Henni finnst hún oft geta gert eitthvað „aðeins betur“ sem er gott en krefjandi um leið. Hún er traust, hugulsöm og úrræðagóð og gott að eiga hana að.
Jóhanna er ákveðin í framkomu en sanngjörn og hikar ekki að við að segja sína skoðun og standa með sjálfri sér. Nokkuð sem er ómetanlegt í þeim bransa sem hún lifir og hrærist í.
Hún er sveitakona í sér, er dýravinur og náttúrubarn. Hún hefur átt hunda frá barnæsku og stundaði hestamennsku og vann við ferðamennsku í hestabransanum sem unglingur. Held að hún hafi líkamlegan styrk sinn meðal annars vegna þess.
Jóhanna er mikil fjölskyldukona og fagurkeri, finnst gaman að hafa heimilið sitt fallegt og elskar falleg föt.
Hún er yndisleg móðir og dóttir og við mæðgurnar erum miklar vinkonur, tölumst við á hverjum degi og hittumst oft í viku.“
Lestu einnig: Harpa: Leynigestur sló í gegn á ABBA sýningu