WOW air birti fyrir stuttu myndir á Twitter-síðu sinni þar sem flugfélagið fagnar fyrsta beina fluginu til Nýju-Delhí í Indlandi. Skúli Mogensen forstjóri WOW air er þar ásamt fríðu föruneyti áhafnar flugvélarinnar.
New Delhi, here we come! ?✈
Excited for our inaugural flight to @DelhiAirport today ???#wowair @kefairport pic.twitter.com/iPiZ2VnBZ8— WOW air (@wow_air) December 6, 2018
Historic day! Pleased to see off the 1st direct flight between Reykjavík Iceland & Delhi by #WOW Air. Thrice weekly schedule. Congratulations! #IndiaIceland ties set to take off. @MFAIceland @wow_air @kefairport @IndianDiplomacy pic.twitter.com/qxmsVVz1j5
— Armstrong Changsan (@achangsan) December 6, 2018
Stefán Pálsson vakti hins vegar athygli á því á Twitter-síðu sinni að WOW air hefði trúlega ruglast aðeins í gleðinni og flaggað röngum fána. „Skemmtilegt að WOW air fagni fyrsta flugi til Indlands og flaggi írska fánanum.“
Skemmtilegt að WOW Air fagni fyrsta flugi til Indlands og flaggi Írska fánanum ?? https://t.co/E2hkoRU17e
— Stefán Pálsson (@stebbipals) December 6, 2018
Fljótt á litið eru fánarnir eins, þar sem þeir skarta sömu litum, en þó annar litunum lárétt og hinn lóðrétt. Indverski fáninn ber auk þess merki, meðan sá írski gerir það ekki.
Eins og sjá má veifa flugfreyjurnar írska fánanum, en ekki þeim indverska. Myndin hefur verið fjarlægð af Twitter-síðu WOW air, en ekki áður en náðist að vista hana.