fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fókus

Hugmynd Rakelar til styrktar Landsbjörgu var fljót að Skjóta rótum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. desember 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slysavarnafélagið Landsbjörg fjármagnar starfsemi sína með ýmsum hætti, en hugmynd Rakelar Kristinsdóttur, sem hún fékk í kjölfarið á BS ritgerð sinni, er kærkomin viðbót að sögn Jóns Svanbergs Hjartarsonar, framkvæmdastjóra Landsbjargar.

„Hugmyndin á bak við átakið Skjótum rótum kom í kjölfarið á BS ritgerð, Eldfimt efni, sem ég skrifaði vorið 2017,“ segir Rakel, „en þar var ég að skoða fjármögnun björgunarsveitanna með tilliti til skotelda.

Ég var búin að vera að spá mikið í þessum hlutum og einnig hvernig hægt er að draga úr slysum. Í fyrra fékk ég Sjóvá og Reykjavíkurborg til að vera með í að afmarka skotsvæði á Skólavörðuholtinu og Klambratúni, og nú í ár bætist Landakot við.“

Græðlingar gróðursettir í nýjum Áramótaskógi

Verkefnið Skjótum rótum er græðlingur sem hægt er að kaupa á öllum sölustöðum Landsbjargar. Kaupandi fær þó græðlinginn ekki í hendur, heldur mun Skógræktarfélag Íslands sjá um að gróðursetja hann. Kaupandi fær umslag með minjagrip, skrauttré, til að sýna að hann hafi styrkt verkefnið. Allur ágóði rennur til Landsbjargar.

Áætlað er að það muni taka 15-20 ár til að sýnilegt verði hvaða verkefni er í gangi á Þorlákshafnarsandi, skógurinn mun taka lengri tíma.

Fólk velur að styrkja Landsbjörgu með flugeldakaupum

„Skoðunakönnun í mars 2017 sýndi að um 66% þjóðarinnar keyptu flugelda og var málefnið ástæðan fyrir kaupunum í 88% tilvika.  Björgunarsveitirnar eiga því markaðinn og fólk er almennt að styðja við starfsemi þeirra með kaupunum, enda um öflugt og mikilvægt sjálfboðastarf björgunarsveitanna að ræða.

Hlutfall þeirra sem kaupa flugelda fer þó lækkandi skilst mér samkvæmt skoðunakönnun sem gerð var á þessu ári. Umræður og vitundarvakning almennings um mengun sem stafar af flugeldum, auk slysahættu sem skapast, eru farnar að hafa áhrif.

Væntanlega á einhverjum tímapunkti munu flugeldar verða takmarkaðir og jafnvel bannaðir í ljós hlýnun jarðar, það er því mikilvægt áður en það gerist að við leggjumst öll á eitt og aðstoðum Slysavarnarfélagið Landsbjörgu í að finna nýjar fjármögnunarleiðir ef við ætlum að halda úti öflugu almannavarnarkerfi.  Við sem samfélag þurfum að horfa til framtíðar og ákveða hvernig við viljum haga þessum málum.“

En af hverju valdi Rakel að styrkja Landsbjörgu?

„Slysavarnafélagið Landsbjörg, björgunarsveitirnar, eru að vinna frábært starf. Félagið er jafnframt stærsti söluaðili flugelda og í ljósi umræðu um mengun og slys þá finnst mér við sem samfélag þurfa að skoða hvernigvið viljum hafa þetta til framtíðar og hvernig við ætlum að fjármagna gott almannavarnarkerfi,“ segir Rakel. „Þessi hugmynd er kannski ein af mörgum sem koma skal og vona ég í raun að fleiri láti sig þetta málefni varða áður en flugeldar verða takmarkaðir og jafnvel bannaðir.

Skjótum rótum er viðbót við vöruúrval björgunarsveitanna, en verkefnið hefði aldrei orðið að veruleika ef Slysavarnafélagið Landsbjörg og Skógræktarfélag Íslands ásamt styrktaraðilum: Olís, Heklu og Íslenska Gámafélaginu, hefðu ekki tekið svona vel í það, auk auglýsingastofunnar Hvíta húsið. Nú gefst þjóðinni tækifæri til að styrkja umhverfið um leið og það styrkir sveitirnar, en hvert Rótarskot samsvarar einum græðlingi sem verður gróðursettur fyrir hönd kaupanda með stuðningi Skógræktarfélag Íslands í nýjum Áramótaskógi Slysavarnarfélag Landsbjargar.

„Allur ágóði af sölu Rótarskotanna rennur til björgunarsveitanna og mikilvægt að við tökum höndum saman og skjótum rótum til að fagna nýju ári,“ segir Rakel.

Facebook-síða Skjótum rótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Í gær

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni