fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Stefán Karl er Maður ársins 2018

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 21. desember 2018 13:20

Stefán Karl Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesendur DV kusu Mann ársins og niðurstaðan var mjög afgerandi.  Maður ársins 2018 er Stefán Karl Stefánsson og hlaut hann 72,38 prósent atkvæða. Næst á eftir honum kom Bára Halldórsdóttir, aktívistinn að baki Klaustursupptökunum frægu sem vörpuðu ljósi á fordómafulla og niðrandi orðræðu sex þingmanna á barnum Klaustri. Hún hún hlaut 5,79 prósent atkvæða. Rétt á eftir Báru var Guðmundur Fylkisson lögreglumaður, sem hefur helgað starf sitt leitinni að týndu börnunum. Hann hlaut 5,21 prósent atkvæða.

Stefán Karl, einn ástsælandi leikari landsins, lést í ágúst eftir erfiða baráttu við krabbamein í gallgöngum. Stefán kom víða við á ferlinum en er hvað þekktastur fyrir hlutverki Glanna glæps í þáttunum um Latabæ sem njóta mikilla vinsælda hérlendis sem og erlendis og einnig fyrir hlutverk Trölla í uppsetningum á jólasöngleiknum Þegar Trölli stal jólunum, bæði í Bandaríkjunum og í Kanada.

Þegar Stefán Karl var barn varð hann fyrir miklu einelti og eftir að hann varð fullorðinn vildi hann reyna að koma í veg fyrir að önnur börn yrðu fyrir því sama. Hann varð því mikill baráttumaður í eineltismálum og vann ötullega að því að auka fræðslu og forvarnir. Hann stofnaði eineltissamtökin Regnbogabörn og hélt mörg hundruð fyrirlestra um einelti og félagsmál barna og unglinga í skólum landsins. Hann kom fram í fjölda viðtala um málefnið og hélt baráttunni áfram, jafnvel eftir að starfsemi Regnbogabarna var hætt.

Stefán Karl var í júní sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar fyrir framlag sitt til leiklistar og samfélags. Þegar honum varð ljóst að baráttan gegn krabbameininu væri töpuð skrifaði hann á Twitter:

„Það er ekki fyrr en þér er sagt að bráðum munirðu deyja sem þú áttar þig á hvað lífið er stutt. Tíminn er það verðmætasta í lífinu, því hann kemur aldrei aftur. Hvort sem þú verð tímanum í fangi ástvinar eða einn í fangaklefa er lífið hvað sem þú gerir við hann. Dreymi ykkur stóra drauma.“

Leikarahjónin Stefán Karl og Steinunn Ólína.
Trölli: Stefán í þekktu jólahlutverki.
Glanni glæpur: Hlutverkið sem gerði Stefán frægan á heimsvísu.
Bára Halldórsdóttir: Hlaut næstflest atkvæði.
Guðmundur Fylkisson: Var í þriðja sæti kosningarinnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“