Margt hefur breyst á þeim ríflega sjö áratugum sem liðið hafa síðan þessar myndir voru teknar og ekki margir braggar sem standa enn í dag, sem betur fer því á þessu ári hefur komið á daginn að það er afar dýrt að viðhalda þeim. Farartækin hafa einnig tekið stakkaskiptum, sem og umhverfið allt. Myndirnar eru tímavél og ákaflega gaman að sjá hvernig umhorfs var hér fyrir vel rúmlega hálfri öld.
Myndirnar sem líklega eru frá árinu 1944 eða 1945 voru settar inn á Facebook síðu WW2 RADIO og var deilt inn á hópinn Gamlar ljósmyndir. Meðlimir hópsins hafa velt fyrir sér hvar á myndirnar voru teknar og einnig hvaða faratæki má finna á sumum þeirra. Veist þú það ?