Lisbeth Salander, hin vinsæla sögupersóna úr Millenium-bókaflokknum eftir Stieg Larsson, snýr aftur á skjáinn í myndinni, The Girl in the Spider’s Web.
Leikkonan Claire Foy, sem hlaut Golden Globe-verðlaun fyrir leik sinn í The Crown, fer með aðalhlutverkið í myndinni en leikstjórinn Fede Alvarez (Evil Dead, Don’t Breathe) leikstýrir.
Í Bíóhorni vikunnar er bæði farið yfir nýjustu kvikmynd Millenium-seríunnar ásamt splunkunýrri útgáfu af fýlupúkanum Trölla sem stelur jólunum.
Einnig býðst áhorfendum og lesendum tækifæri til þess að vinna tvo boðsmiða á The Girl in the Spider’s Web auk bókarinnar Það sem ekki drepur mann, sem myndin er byggð á.
[videopress 4AkiFKHV]