fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Ragnheiður leikur í Vikings – „Ég fer þangað sem ég vil og ætla og mér finnst skipta máli“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 16. nóvember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnheiður Ragnarsdóttir sunddrottning raðaði inn titlum fyrir sundafrek sín heima og erlendis, og tók meðal annars tvisvar þátt í Olympíuleikunum. Fyrir nokkrum árum hélt hún í víking til Los Angeles og lærði leiklist. Markmiðið var að fá hlutverk í sjónvarpsþáttunum Vikings og eftir fjögurra ára þrotlausa vinnu náðist það, Ragnheiður leikur í fimmtu seríu þáttanna og það stórt hlutverk. Í forsíðuviðtali Mannlífs ræðir Ragnheiður um ferilinn að Vikings.

„Þetta er púsl,“ segir Ragnheiður um flökkulíf leikarabransans, en Breki sex ára sonur hennar fylgir henni oft, Ragnheiður er þó flakkinu vön frá sundferlinum. Leiklistardraumurinn er ekki nýr af nálinni því Ragnheiður ákvað að verða leikkona þegar hún var barn og sagði við pabba sinn þegar hún var sjö ára að þegar hún yrði stór ætlaði hún á Olympíuleikana og á Óskarsverðlaunaafhendingu.

Ragnheiður var harðákveðin í að fá hlutverk í Vikings en hún heillaðist af þáttunum þegar hún horfði á þá með son sinn nokkurrra vikna gamall. „Ég hætti aldrei að trúa því að ég fengi hlutverk í Vikings, það var ekki bara að ég vildi það heldur ætlaði ég þangað.“

„Ég hef alltaf hugsað að maður fái bara allt sem maður vill og það komi þegar það á að koma og eins og það á að koma.“

Krakter Ragnheiðar er nýr í þáttunum, en henni er harðbannað að tjá sig um hlutverkið annað en það er stórt hlutverk og persónan skiptir máli fyrir framvindu sögunnar. Ragnheiður er í stiklu þáttanna, en þáttaröðin kemur í sýningu 28. nóvember.

Ragnheiður hefur verið í Dublin að mestu síðustu tvö ár en þættirnir eru að stærstum hluta teknir upp þar.

„Eins og í sundinu þarf ég að vera vel undirbúin, andlega og líkamlega,“ segir Ragnheiður sem segir leikaralífið skemmtilegt en krefjandi.

„Það er alveg sama hvort það er sund eða leiklist þá er þetta performans sem maður er búinn að vea að æfa sig fyrir í marga daga vikur og ár.“

Ragga verst allra frétta um hvort að hún taki þátt í sjöttu seríu sem tökur eru hafnar á enn hún er í það minnsta enn mjög oft að fljúga til Dublin. Meðleikarar hennar leita einnig oft til hennar um framburð forníslenskra orða í textanum, segir Ragnheiður þó að það hafi ekki verið opinbert hlutverk hennar að kenna þeim íslensku. „Ég hjálpaði bara ef ég gat.“

Ragga er greinilega þolinmóð, þakklát og lausnamiðuð allt í senn, því aðspurð um hvernig henni takist að gera góða hluti segist hún að henni takist það því hún hafi áhuga á því sem hún er að gera og hafi gaman að því. „Ef maður ákveður sjálfur hvað maður vill, setur sér markmið og nýtur lífsins þolinmóður þá kemst maður þangað sem maður vill. Þolinmæðin er lykilatriði, það gerast engir hlutir á einni nóttu.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni