fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Eiríkur Fannar sambýlismaður Höllu tók eigið líf – „Á andartaki breytir sjálfsvíg lífi þeirra sem eftir lifa“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Björg er 28 ára, einstæð móðir fjögurra barna. Fyrir ári síðan skrifaði hún áhrifaríkan pistil um sjálfsvíg, sem hún endurbirti í gær og gaf Fókus góðfúslegt leyfi til að birta.

Í pistlinum skrifar Halla Björg um sambýlismann sinn og barnsföður, Eirík Fannar, sem tók eigið líf í fyrra.

„Ég skrifaði pistilinn um hvernig ég brást við í byrjun þegar Eiríkur Fannar deyr, allar tilfinningarnar voru út um allt, ég vissi ekki hver ég var og hvernig ég vildi vera og hvert framhaldið yrði,“ segir Halla Björg í samtali við DV.

„Það er enginn uppskrift að sorg, við eigum að geta syrgt á okkar hátt án þess að nokkur dæmi okkur eða hafi einhverjar skoðanir á því. Þegar maður lendir í áfalli sama hvernig því er háttað, þá þroskumst við og mótumst og áfallið hefur áhrif á líf okkar það sem eftir er. Ég nýti mína lífsreynslu til að gera akkúrat þetta, að skrifa um hana.

Ég vona að ég nái til minnst eins einstaklings með pistlinum mínum. Hins vegar er enginn að fara eftir minni uppskrift ef og þegar hann lendir í áfalli.“

Halla Björg tekur það fram að þar sem barnsfaðir hennar tók eigið líf þá fá börnin hans aðeins að heyra hluta af því hvernig faðir þeirra var. „Þegar einstaklingur tekur eigið líf þá er það skrifað sem aumingjaskapur, sjálfselska, eigingirni.“

Eiríkur Fannar með syni hans og Höllu.

Pistill Höllu Bjargar á vel við umræðuna í þjóðfélaginu í dag, en sjálfsvíg og fíkn meðal ungs fólks er mikið í  umræðunni í dag. Á morgun eru tónleikar, Ákall.is, haldnir til varnar sjúkrahúsinu Vogi.

„Ég held að kvíðinn stigmagnist í samfélaginu af því að þöggun er meiri hjá karlmönnum, en konur fá að vera meiri tilfinningaverur. Af hverju er kvíðinn meiri hjá strákunum? Ég vil hvetja þá sem þurfa hjálp að leita hennar og jafnframt hvetja alla til að skrifa undir ákallið til varnar SÁÁ,“ segir Halla Björg.

„Ég fyrirgef þér og hugsa oft til þín“

„Kannski hélstu að þú værir að gera mér greiða með því að svipta þig lífinu. Það er óbærileg tilhugsun,“ skrifar Halla Björg í pistlinum, sem segir að það sé margt sem hún vildi geta breytt og tekið til baka, en hún verði að lifa við ákvörðun Eiríks Fannar, á sama tíma og hún reynir að skilja örvæntingu hans sem rak hann út í þetta.

„Ég fyrirgef honum og hugsa oft til hans, þó það sé sárt,“ segir Halla Björg og minnist góðra stunda þeirra og leyfir sér að brosa og hlægja. „Ég vil lifa.“

Hér fyrir neðan má lesa pistilinn í heild sinni:

Sjálfsvíg fara ekki eftir neinum gefnum mörkum.
Þjóðfélag, menntun, trú, fjárhagur, kyn og aldur skipta engu máli.
Sjálfsvíg eiga sér stað allstaðar og það er flókið að koma í veg fyrir þau.
Fjölskyldur og vinir standa uppi máttvana eftir áfallið, vinnufélagar og samfélagið veit ekki sitt rjúkandi ráð.
Mörg okkar þekkja vaxandi sálarkvöl.
Þegar fólk lendir í erfiðleikum, streitan magnast og aðstæður breytast,
stundum mjög hratt og reynist það sumum ofviða og erfitt að ráða við lífið.
Fólk dregur sig inní skel, leyna vaxandi vanlíðan og sársauka innra með sér.

Allir eiga við einhverskonar andlega vanlíðan að stríða á hverjum einasta degi.
Áætlanir standast ekki, fólk missir vinnuna,
vinir rífast, fólk fellur í skólum, sambönd rofna.
Allir lenda í einhverskonar óhöppum.
Margir hafa það lélega sjálfsmynd að það hindrar þá í að lifa árangursríku lífi.
Sumir hafa gripið til aðferða sem hafa þveröfug áhrif á það sem til var ætlast,
eins og til dæmis ofnotkun áfengis, matar eða fíkniefna.
Öll líðum við sálarkvalir einhverntímann á okkar lífshlaupi, undir venjulegum kringumstæðum tekst fólk á við þær þegar það gerist, en þegar ekki er tekist á við þær á viðeigandi hátt getur kvölin aukist og verður hún óbærileg.
Þá er dauðinn eina leiðin.

Hversvegna geta sumir lifað lengi með sársaukanum án þess að hugleiða sjálfsvíg? afhverju svipta sumir sig lífi en aðrir ekki? þeir sem svipta sig lífi langar ekki til að deyja, þeir hrekjast samt sem áður útí það þegar þeir sjá ekki fram á að losna við kvölina með neinu öðru móti.

Ef til vill er viðkomandi að skipuleggja framtíð sína á sama tíma og hann er að íhuga sjálfsvíg
– Banvænt ferðalag.

Áfall úr bernsku, vonleysi, ótti við að mistakast, fullkomnunarárátta, lágt sjálfsmat, háleit markmið, fjölskyldusaga, áhrif föðurímindinar, fyrri tilraunir, samskiptaörðuleikar, hæfileikar, miklar gáfur,
að efast um tilgang lífsins.
Allt eru þetta sameiginleg einkenni.

Á þeirri stundu sem einstaklingur bindur enda á líf sitt lýkur þjáningunum hans og þjáningar þeirra sem eftir lifa byrja.

Sjálfsvíg er óvæntur og ofbeldisfullur verknaður.
Á einu andartaki breytir sjálfsvíg lífi þeirra sem eftir lifa.
Missir ástvinar skilur ekki aðeins eftir tómarúm í lífi eftirlifendana , líkaminn þráir návist hans og þarfnast lækningu við einmanaleikanum.
Eftirlifendur upplifa í raun sömu sálarþjáningu og ástvinurinn sem tók sitt eigið líf.
Þeir geta orðið viti sínu fjær af hræðslu,
lamast af losta og skelfingu.
Sárin þeirra eru ekki líkamleg heldur eru þau sálræn, í harmi lifa þeir frá einu augnabliki til annars af því að valið er ekki annað, allt er svo óraunverulegt, lífið er skyndilega orðið líf brostinna drauma og ólæknandi sársauka.
Einangrunin, skömmin, reiðin og það að hafa ekki hugmynd um hvernig á að komast í gegnum næsta klukkutíma, dag eða viku.
“Lífið er búið“.

Ein algengasta spurning eftirlifenda…
“Er ég að missa vitið?“
Yfirgefnir, svekktir, reiðir, sviknir, daprir, eyðilagðir, áttaviltir, frekir, áhyggjufullir, hneykslaðir, örvæntingafullir, skildir eftir, óverðugir, gleymnir, sekir, vonlausir, vanhæfir, óöryggir, einangraðir, tortryggnir, örmagna, ábyrgir, hafnað,
ekki elskaðir, ofsahræddir, máttvana, ofsareiðir og niðurbrotnir.

Það er allt í lagi að gráta.
Gráttu eins lengi og oft og þú vilt það sem eftir er af þinni ævi.
Gefðu þér tíma til að syrgja.
Sjálfsvígið breytti þínu lífi.
Þar sem röð og regla var, ríkir nú ringluleið.
það getur hjálpað þér að koma hlutunum í eðlilegt horf ef þú nærð að komast í rútínu.

Láttu af öllum fordómum, vertu fús til að reyna nýjar leiðir.
Það er alls ekki neikvætt að skemmta sér í miðju sorgarferlinu, leyfðu þér að eiga ánægjuleg augnablik.
Það er hollt að taka hlé frá sorginni.
Tíminn læknar aldrei sárin en með viljastyrk, þekkingu og stuðning þá geturu afborið missinn.

„Skaðlegar hugsanir eru ekki lengur tengdar tilfinningunum.
Hugurinn hefur róast, hann er skipulagður og einbeitir sér að dauðanum.
Á þessu stigi veit einstaklingurinn nákvæmlega hvernig, hvenær og hvar hann ætlar að svipta sig lífinu.
Hann hefur valdið og öll spilin eru í hans höndum í fyrsta sinn.
Hann óttast ekki dauðann,
því hann er hræddari við lífið.
Léttirinn við að vita að baráttunni fari að ljúka brátt og skyndilega.
Nú verða ástvinir ánægðir, það mun ríkja léttir innan fjölskyldunnar og börnin þurfa mögulega ekki að muna eftir foreldri sínu“.
Blekkingameistarinn!

Því miður komumst við ekki hjá reiðinni.
Við getum reynt að afneita henni, bægja henni frá, þetta er tilfining sem þarf að fá eðilega útrás.
Reiðin getur verið margskonar.
Hún getur beinst að einhverjum ákveðnum t.d að þeim látna,
„hvers vegna gerðir þú mér þetta“?
„hvað hef ég gert þér“?
Oftast er enginn sérstakur sem reiðin beinist að, heldur bara allt og ekkert.
Lítið þarf til að vekja hana, hún getur birst sem óþolinmæði, geðstrifni og pirringur,
sem gjarnan bitnar á ólíklegasta fólki sem maður vildi síst af öllu vilja særa.
Reiðin er farvegur sorgar.

Manneskjan sem kemst í gegnum sorgarferlið og lærir að lifa við missinn verður sterkari fyrir vikið. Eftir að hafa gengið í gegnum hrunið – horfst í augu við tilfinningarnar og þau viðfangsefni sem þarf að leysa, takast á við það, þá hefst uppbyggingin.
Mikilvægt er að láta ekkert trufla eða stöðva þetta ferli.

Sælir eru syrgjendur – því að þeir munu huggaðir verða.

Elsku Eiki.
Ég vona að þú vitir og skiljir að ég sakna þín sárt, það er svo margt sem er breytt vegna þess sem gerðist.
Ég hélt alltaf að svona kæmi aðeins fyrir aðra en ekki mig.
Kannski hélstu að þú værir að gera mér greiða með því að svipta þig lífinu.
Það er óbærileg tilhugsun.
Það er svo margt sem ég vildi geta breytt og tekið til baka, en þessu verður ekki breytt, ég verð að lifa við það.
Ég reyni að skilja örvæntingu þína og angist sem rak þig útí þetta.
Oft hef ég fundið að ég bæri ábyrg á því sem þú gerðir, að það væri mér að kenna, þó veit eg að þetta var þín lokaákvörðun.
Ef ég fengi að ráða þá værir þú enn á lífi.
Ég vil að þú vitir að ég fyrirgef þér.
Ég hugsa oft til þín – þó það sér sárt.
Hvenær sem eg hugsa til þín, hvenær sem eithvað verður á mínum vegi sem minnir mig á þig þá er sársaukinn og gráturinn á næsta leyti.
Það er sárt að þú sért ekki lengur hér og getir ekki tekið þátt í lífinu.
Smám saman minnkar þessi þjáning og sársauki.
Ég minnist góðra stunda sem ég átti með þér.
Ég get brosað og hlegið án þess að finnast eins og ég sé að bregðast þér.
JÁ – ég er að læra að lifa á ný.
Mér er það ljóst að þótt þú hafir valið að deyja,
þá vil ég lifa.
Ég bið fyrir þér að þú hafir fundið frið og gleði, hlakka svo til að hitta þig aftur.

„Sorgin gleymir engum“ fyrr eða síðar verður hún á vegi okkar allra.16.01.1986 – 06.03.2017

Sjálfsvíg eru ekki tabú!

Deilið að vild – Ást & Kærleikur. HallaBjörg

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“