„Við vorum saman í 13 ár, en við kynntust í sveitinni, við erum bæði úr Borgarnesi,“ segir Kristín Sif Björgvinsdóttir, kona Brynjars, sem tekst nú á við lífið án hans, ásamt börnum þeirra tveimur, sem eru sex og sjö ára gömul.
„Brynjar Berg gerði allt fyrir mig og börnin okkar og var alltaf tilbúinn að hjálpa vinum sínum. Hann vildi alltaf allt fyrir alla gera til að hjálpa og gleðja. Hann var yndislegur sveitastrákur og hrekkjalómur og elskaði að framkalla bros hjá fólkinu í kringum sig. Hann elskaði fjöllin og sveitina og vildi helst vera þar með þeim sem hann elskaði,“ segir Kristín Sif.
Brynjar var hljóðmaður og starfaði hjá Into The Glacier á Langjökli, hann vann einnig í Hörpu og á fleiri stöðum, enda lifði hann og hrærðist í hljóðbransanum frá 15 ára aldri, en ferilinn hófst með hljómsveitinni Á móti sól.
„Brynjar var vinur allra og vildi alltaf hafa gaman. Hann á marga vini, það er ótrúlegt hvað það er margt fólk sem saknar hans,“ segir Kristín Sif.
Útför Brynjars fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 8. nóvember klukkan 15.00
Fjölskylda og vinir Brynjars hafa stofnað söfnunarreikning fyrir fjölskyldu hans. Reikningnum er ætlað til að hjálpa þeim að komast í gegnum þá erfiðu tíma sem framundan eru.
Þeir sem vilja sýna samhug og leggja fjölskyldunni lið eru hvattir til að leggja inn á reikninginn. Reikningsnúmerið er á nafni Kristínar Sifjar.
Kennitala 021283-3399, reikningsnúmer 0326-26-003131
Margt smátt gerir eitt stórt.