Söng- og útvarpskonan Karitas Harpa Davíðsdóttir, sem er hvað þekktust fyrir að sigra í hæfileikakeppninni The Voice, og kærasti hennar, Aron Leví Beck, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar eiga von á barni. Er þetta fyrsta barn þeirra saman og jafnframt fyrsta barn Arons, en fyrir á Karitas Harpa soninn Ómar Elí sem er fjögurra ára.
Von er á litla sólargeislanum í maí og fá skötuhjúin að vita kynið í desember – talandi um fullkominn jólapakka. Að vonum er mikil spenna á heimilinu fyrir viðbótinni í fjölskylduna, enda spennandi tímar framundan.
Karitas Harpa vann hjörtu og hug þjóðarinnar þegar hún kom, sá og sigraði í The Voice snemma á síðasta ári. Þá vakti hún mikla lukku með sönghópnum Fókus í Söngvakeppninni á þessu ári með lagið Aldrei gefast upp. Hún hefur einnig átt góðu gengi að fagna sem umsjónarkona Popplands á Rás 2 undanfarið. Aron Leví er ekki aðeins varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar heldur einnig formaður ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.
Fókus óskar parinu innilega til hamingju með þessi gleðitíðindi.