Menningarverðlaun DV voru veitt við hátíðlega athöfn í gær í höfuðstöðvum Frjálsrar fjölmiðlunar við Suðurlandsbraut. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1979 fyrir framúrskarandi árangur á menningarsviðinu. Í þetta skiptið voru verðlaunin veitt í sjö flokkum; leiklist, tónlist, kvikmyndum, myndlist, bókmenntum, fræðiritum og stafrænni miðlun auk sérstakra heiðursverðlauna.
Þá voru einnig afhent verðlaun þeim sem fékk flest atkvæði meðal almennings í netkosningu þar sem almenningi gafst kostur á að velja úr hópi allra þeirra sem tilnefndir voru í öllum flokkum.
Í flokknum myndlist fengu Finnur Arnar Arnarson og Áslaug Thorlacius verðlaun fyrir frumlega uppsetningu á vídeóverkum í gömlu fjárhúsunum á bænum Kleifum.
Í umsögn dómnefndar sagði:
Listamenn sem áttu verk á sýningunni voru Olga Bergmann, Anna Hallin, Dodda Maggý, Ragnar Kjartansson og Egill Sæbjörnsson. Um var að ræða fjögur vídeóverk sem sýnd voru hvert í sinni kró fjárhúsanna. Hjónin endurtóku svo leikinn í sumar þegar listsýningin Inniljós var opnuð í útihúsunum. Ætla hjónin að halda áfram að glæða menningarlífið í sveitinni.