fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Eiríkur Rögnvaldsson hlaut heiðursverðlaun Menningarverðlauna DV

Fókus
Laugardaginn 6. október 2018 16:12

Eiríkur ásamt Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningarverðlaun DV voru veitt við hátíðlega athöfn í gær í höfuðstöðvum Frjálsrar fjölmiðlunar við Suðurlandsbraut. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1979 fyrir framúrskarandi árangur á menningarsviðinu. Í þetta skiptið voru verðlaunin veitt í sjö flokkum; leiklist, tónlist, kvikmyndum, myndlist, bókmenntum, fræðiritum og stafrænni miðlun auk sérstakra heiðursverðlauna.

Þá voru einnig af­hent verðlaun þeim sem fékk flest at­kvæði meðal al­menn­ings í net­kosn­ingu þar sem al­menn­ingi gafst kost­ur á að velja úr hópi allra þeirra sem til­nefnd­ir voru í öll­um flokk­um.

Heiðursverðlaunin hlaut Eiríkur Rögnvaldsson fyrir framlag til íslenskra málvísinda og tungu. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti Eiríki heiðursverðlaunin. Í umsögn dómnefndar sagði:

Íslensk menning væri ekki til ef ekki væri fyrir tungumálið. Fáir ef nokkrir hafa eflt íslenska málvitund og hjálpað til við að halda tungumálinu lifandi og Eiríkur Rögnvaldsson. Eiríkur kenndi málvísindi og íslensku við Háskóla Íslands í 37 ár, 25 af þeim sem prófessor. Nú nýtur hann lífsins sem emerítus og getur stoltur litið til baka yfir farsælan feril. Auk kennslu hefur hann skrifað fræðigreinar og bækur um málfræði, hljóðfræði og annað sem tengist íslenskri tungu. Eiríkur er margverðlaunaður og hlaut meðal annars riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 2017. Eiríkur hefur ávallt verið meðvitaður um að tungan verði að aðlagast til að lifa af. Hefur hann því til dæmis beitt sér fyrir eflingu tungumálsins í hinum stafræna heimi og tekið inn nýtt persónufornafn inn í beygingarfræðina til að ná utan um fólk sem skilgreinir sig sem kynsegin. Framlag Eiríks til íslenskrar menningar er því ómetanlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 3 dögum

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“