fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Eiríkur Rögnvaldsson hlaut heiðursverðlaun Menningarverðlauna DV

Fókus
Laugardaginn 6. október 2018 16:12

Eiríkur ásamt Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningarverðlaun DV voru veitt við hátíðlega athöfn í gær í höfuðstöðvum Frjálsrar fjölmiðlunar við Suðurlandsbraut. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1979 fyrir framúrskarandi árangur á menningarsviðinu. Í þetta skiptið voru verðlaunin veitt í sjö flokkum; leiklist, tónlist, kvikmyndum, myndlist, bókmenntum, fræðiritum og stafrænni miðlun auk sérstakra heiðursverðlauna.

Þá voru einnig af­hent verðlaun þeim sem fékk flest at­kvæði meðal al­menn­ings í net­kosn­ingu þar sem al­menn­ingi gafst kost­ur á að velja úr hópi allra þeirra sem til­nefnd­ir voru í öll­um flokk­um.

Heiðursverðlaunin hlaut Eiríkur Rögnvaldsson fyrir framlag til íslenskra málvísinda og tungu. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti Eiríki heiðursverðlaunin. Í umsögn dómnefndar sagði:

Íslensk menning væri ekki til ef ekki væri fyrir tungumálið. Fáir ef nokkrir hafa eflt íslenska málvitund og hjálpað til við að halda tungumálinu lifandi og Eiríkur Rögnvaldsson. Eiríkur kenndi málvísindi og íslensku við Háskóla Íslands í 37 ár, 25 af þeim sem prófessor. Nú nýtur hann lífsins sem emerítus og getur stoltur litið til baka yfir farsælan feril. Auk kennslu hefur hann skrifað fræðigreinar og bækur um málfræði, hljóðfræði og annað sem tengist íslenskri tungu. Eiríkur er margverðlaunaður og hlaut meðal annars riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 2017. Eiríkur hefur ávallt verið meðvitaður um að tungan verði að aðlagast til að lifa af. Hefur hann því til dæmis beitt sér fyrir eflingu tungumálsins í hinum stafræna heimi og tekið inn nýtt persónufornafn inn í beygingarfræðina til að ná utan um fólk sem skilgreinir sig sem kynsegin. Framlag Eiríks til íslenskrar menningar er því ómetanlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Í gær

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók

Ragnheiður yrkir um fíkn dóttur í nýrri bók
Fókus
Fyrir 5 dögum

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk

19 ára stúlka dó í svefni eftir að hafa kvartað undan slæmum höfuðverk