fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Fókus

Rýfur þögnina eftir þriðju áfengismeðferð: „Baráttan við fíknina er eilíf og erfið barátta“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 4. október 2018 22:32

Ben Affleck hefur barist við Bakkus í nærri tvo áratugi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunahafinn Ben Affleck hefur lokið sinni þriðju áfengismeðferð og birtir yfirlýsingu þess efnis á Instagram-síðu sinni.

„Ég lauk fjörutíu daga áfengismeðferð í vikunni og er í eftirmeðferð,“ skrifar leikarinn. Hann þakkar sínum nánustu fyrir stuðninginn.

„Stuðningurinn sem ég hef fengið frá fjölskyldu minni, samstarfsfélögum og aðdáendum skiptir mig meira máli en orð fá lýst. Það hefur gefið mér styrk til að tala um veikindi mín við aðra. Baráttan við fíknina er eilíf og erfið barátta. Þess vegna er enginn í raun inn og úr meðferð. Þetta er lífstíðar skuldbinding. Ég berst fyrir sjálfan mig og fjölskyldu mína.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ben Affleck (@benaffleck) on

Leit að hjálp er merki um hugrekki

Þá segist hann einnig hafa fengið aragrúa af skilaboðum frá fólki í sömu stöðu og hann.

„Mikið af fólki hefur haft samband á samfélagsmiðlum og talað um þeirra eigin fíknisjúkdóm. Ég vil þakka þessu fólki fyrir. Styrkur ykkar veitir mér innblástur og styður mig á vegu sem ég hélt að væri ekki hægt. Það hjálpar mér að vita að ég er ekki einn. Ég þarf að minna mig á að ef maður er að glíma við vandamál þá er leit að hjálp merki um hugrekki, ekki veikleika eða galla. Með viðurkenningu og auðmýkt að vopni held ég áfram að hjálpa sjálfum mér með hjálp svo margra og ég er þakklátur þeim sem eru til staðar fyrir mig. Ég vona að ég geti einhvern tímann verið fyrirmynd þeirra sem í vanda eru staddir,“ skrifar leikarinn.

Ben fór í meðferð þann 22. ágúst síðastliðinn eftir að eiginkona hans, leikkonan Jennifer Garner, og svokallaður edrúþjálfari stóðu fyrir íhlutun í íbúð leikarans í Los Angeles. Nokkrum dögum áður hafði hann hætt með kærustu sinni, framleiðandanum Lindsay Shookus, eftir árs samband. Stuttu síðar sást hann spóka sig með Playboy-fyrirsætunni Shauna Sexton, sem er 24 árum yngri en hann.

Ben Affleck og Jennifer Garner.

Ben fór í meðferð árið 2001 og aftur snemma á síðasta ári. Hann sótti AA fundi eftir seinni áfengismeðferðina en loks náði Bakkus völdum á ný. Jennifer og Ben eru skilin að borði og sæng, en leikkonan vill ekki skilja við hann fyrr en hann nær að halda sér edrú í einhvern tíma svo hann geti deilt forræði yfir börnunum þeirra þremur; Violet, 12 ára, Seraphina, 9 ára og Samuel, 6 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Arnór segir gríðarlegan fjölda fólks læknast af stoðkerfisverkjum með hjálp kulda

Arnór segir gríðarlegan fjölda fólks læknast af stoðkerfisverkjum með hjálp kulda
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afmæliskaka Trump eykur á ríginn milli Taylor Swift og Kim Kardashian

Afmæliskaka Trump eykur á ríginn milli Taylor Swift og Kim Kardashian
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gjafabréf PLAY runnu út eins og heitar lummur og kláruðust fljótt

Gjafabréf PLAY runnu út eins og heitar lummur og kláruðust fljótt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gifting Bam í Hafnarhúsinu dæmd ógild – „Nicole vissi að við værum ekki gift frá fyrsta degi“

Gifting Bam í Hafnarhúsinu dæmd ógild – „Nicole vissi að við værum ekki gift frá fyrsta degi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lögreglumaður bræddi hjörtu dómara með ástaróð til eiginkonu sinnar

Lögreglumaður bræddi hjörtu dómara með ástaróð til eiginkonu sinnar