fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

Helgi lærði skósmíði hjá skóhönnuðinum Dominic Ciambrone – Skór Helga keppa um að komast í framleiðslu

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. september 2018 18:00

Helgi er í rauða bolnum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Líndal er 17 ára nemandi í fatahönnun við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann hefur brennandi áhuga á fötum og skóm og hefur farið tvisvar til Bandaríkjanna að læra skósmíði hjá virtum skóhönnuði. Skórnir sem hann smíðaði keppa nú í netkeppni um að komast í framleiðslu.

„Áhuginn á fötum byrjaði þegar ég fermdist,“ segir Helgi, sem saumaði þá sína fyrstu flík með aðstoð ömmu sinnar, bol og buxur. „Það er skemmtilegt að geta sagt að ég hafi saumað fötin mín sjálfur.“

Fyrir ári fór Helgi til Los Angeles og lærði að handsmíða skó hjá Dominic Ciambrone, sem kallar sig The Shoe Surgeon. „Ég var búinn að vera mikill aðdáandi hans í svona ár og sá að hann var reglulega að auglýsa námskeið í Bandaríkjunum og það var draumur minn að fara,“ segir Helgi. „Ég sagði foreldrum mínum frá því og mamma sagði mér bara að skrá mig, þrátt fyrir að ég hefði ekki hugmynd um hvernig ég ætti að borga námskeiðið.“

Helgi fór þá leið að óska eftir styrkjum í sínu nærsamfélagi, en hann er búsettur í Garði. Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga styrkti hann til fararinnar, og einnig núna í haust þegar hann fór á sitt annað námskeið, í þetta sinn til New York. „Mig langar að þakka fjölskyldu, vinum og styrktaraðilum fyrir að standa við bakið á mér.

Í fyrra skiptið var ég að handsmíða Stan Smith-skó frá grunni. Þá kviknaði áhuginn fyrir alvöru, þetta er erfitt, krefjandi og skemmtilegt á sama tíma. Ég keypti til dæmis Michael Kors-tösku í Orlando og smíðaði skó úr henni. Í seinna skiptið var ég að handsmíða Air Jordan 1-skó,“ segir Helgi, sem segir þó fatahönnunina vera í fyrsta sæti, þótt gaman væri að læra skósmíðina frekar líka.

„Ég var í 40 klukkutíma með þetta skópar, en núna mætti reikna með að ég sé 30–35 klukkutíma,“ segir Helgi.

30 manns voru á námskeiðinu og aðeins nokkrir sem eru ekki búsettir í Bandaríkjunum; einn frá Japan, tveir frá Frakklandi og síðan Helgi. Fáar konur voru í þetta sinn, en fólk á öllum aldri, sá elsti var yfir fimmtugt og Helgi yngstur ásamt einum jafnaldra.

En af hverju ætti fólk að kaupa sérhannaða skó frekar en fjöldaframleidda?

„Það er svo mikil vinna í að smíða eitt skópar, þú sérð 40 klukkutímar í stað 30 mínútna þegar um er að ræða fjöldaframleidda skó. Þeir eru framleiddir í vélum, en hjá okkur með höndum, eina vélin sem við notum er saumavél þannig að gæðin eru margfalt betri og vinnan töluvert meiri og líka skemmtilegra að eiga skó sem eru handsmíðaðir og enginn annar á,“ segir Helgi. Lærimeistarinn Dominic smíðar sína skó út í ákveðnum fjölda og þá eru þeir allir handsmíðaðir frá grunni.

Air Jordan-skórnir sem Helgi smíðaði í haust keppa nú í netkeppni á vegum skólans og eru verðlaunin vegleg: skórnir sem vinna fara í framleiðslu hjá Dominic. „Þetta er nýtt. Allir sem vildu taka þátt í keppninni sendu inn skóna sína og síðan er netatkvæðagreiðsla, sem allir geta tekið þátt í,“ segir Helgi sem langar í skóla úti að stúdentsprófinu loknu og halda áfram að læra fatahönnun.

Kjósa má skó Helga hér. 

Hér má sjá myndir frá ferlinu í skósmíðinni:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“
Fókus
Í gær

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jakob hraunar yfir skaupið og segir það orðið að „woke-helvíti“

Jakob hraunar yfir skaupið og segir það orðið að „woke-helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju
Fókus
Fyrir 4 dögum

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki