fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Sárkvalin daglega eftir læknamistök: Meðferð í Bandaríkjunum gæti fært Erlu Kolbrúnu eðlilegt líf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 15. september 2018 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2012 gekkst Erla Kolbrún Óskarsdóttir undir aðgerð við endaþarmssigi sem hún hlaut við að fæða dætur sínar en þetta mun vera nokkuð algengur fylgifiskur fæðinga. Aðgerðin var framkvæmd á Akranesi og þegar Erla vaknaði af henni var henni ljóst að ekki var allt með felldu. Hún var sárkvalin og ávallt upp frá því hefur hún verið óvinnufær vegna linnulausra verkja.

Landlæknir úrskurðaði að Erla hefði orðið þolandi vanrækslu af hálfu læknisins sem framkvæmdi aðgerðina en yfirlæknir kvennadeildar Landspítalans hefur ályktað að hér hafi læknamistök átt sér stað. Mistökin eru í sem stystu máli fólgin í því að læknirinn saumaði saman á röngum stað og lamaði við það viðkvæmar taugar.

Erla, sem er 33 ára gift tveggja barna móðir, stríðir við verki alla daga og stundum þegar líður á daginn er hún viðþolslaus af kvölum. Hefur hún nú verið óvinnufær í sex ár oft gjörsamlega ósjálfbjarga:

„Eiginmaður minn hefur þurft allt í senn að vera maki minn og hjúkrunarkona og móðir barnanna minna. Hefur hann oft þurft að gera allt. Hann er kletturinn minn,“ segir Erla við DV.

Þrátt fyrir að mistök hafi verið viðurkennd hefur Erla aðeins fengið lítilsháttar sjúkrabætur og ekkert í líkingu við kostnaðinn sem hún hefur orðið að bera af þessum mistökum. Lögfræðingur hennar undirbýr nú málshöfðun og skaðabótakröfur.

Meðferð í Bandaríkjunum gæti fært henni nýtt líf – fjársöfnun hafin

„Þetta er meðferð sem felst í því að stofnfrumur eru teknar úr blóðinu mínu og þær virkjaðar á rannsóknarstofu læknisins. Það ferli getur tekið allt að fjóra daga. Síðan eru stofnfrumurnar settar aftur út í blóðið. Ég er mjög spennt fyrir þessari meðferð því hún hefur meðal annars gefið frábæran árangur hjá íslenskum dreng,“ segir Erla Kolbrún um meðferð sem hún stefnir á að gangast undir í Bandaríkjunum – meðferð sem gæti stóraukið lífsgæði hennar.

Meðferðin ein og sér kostar um eina milljón króna en önnur milljón bætist við vegna ferðakostnaðar og uppihalds enda þarf Erla Kolbrún að taka með sér fylgdarmann út.

Vinir og stuðningsfólk Erlu Kolbrúnar gangast fyrir fjársöfnun henni til handa svo hún geti gengist undir meðferðina. Meðal þeirra sem hafa stutt við bakið á henni er Fríða Rut Heimisdóttir og fyrirtæki hennar Regalo fagmenn. Þá hefur Heilsa og fleiri aðilar lagt lið.

Á sunnudag kl. 15 verður haldinn góðgerðartími í Sporthúsinu Kópavogi í Foam Flex æfingum. Þátttakendur greiða 2.000 kr. fyrir tímann. Nú þegar er uppbókað í tímann og kominn biðlisti.

Móðir Erlu Kolbrúnar bakar og selur dýrindis kleinur henni til stuðnings og söfnun á vinningum í góðgerðarbingó stendur yfir. Upplýsingar um allt þetta er að finna í opna Facebook-hópnum Betri lífsgæði – Erla Kolbrún.

Einfaldasta leiðin til að láta draum Erlu Kolbrúnar um meðferðina í Bandaríkjunum og eðlilegt líf í kjölfarið rætast er að leggja inn á söfnunarreikning henni til styrkar. Margt smátt gerir eitt stórt og öll framlög, stór sem smá, eru vel þegin. Reikningsupplýsingarnar eru á myndinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?