fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fókus

Svala og Einar skilin

Fókus
Föstudaginn 14. september 2018 13:15

Rúmlega tveggja áratuga samband reyndist vera feikinóg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástin, eins dásamleg og hún er, endist ekki alltaf í samböndum og pör slíta þeim af af ýmsum ástæðum eða jafnvel engri.

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem  fylgist með íslensku tónlistar- og skemmtanalífi að ein dáðasta söngkona landsins, Svala Björgvins, er flutt aftur til Íslands. Hún hefur ekki setið auðum höndum síðan og hefur vart undan að taka að sér verkefni, meðal annars nýtt lag og myndband með Reykjavíkurdætrum auk þess að troða upp með Stjórninni og Siggu Beinteins.

Þetta er tími mikilla breytinga hjá Svölu því heimildir herma að hún og eiginmaður hennar, Einar Egilsson, séu að ganga í gegnum skilnað. Þannig varð Einar eftir í Los Angeles í Bandaríkjum þar sem parið hefur haldið heimili undanfarin ár.

Svala og Einar hafa verið kærustupar í tæpan aldarfjórðung en þau giftu sig með pomp og prakt í Landakotskirkju í júlí 2013. Þau hafa í gegnum tíðina starfað saman að tónlist og skipuðu meðal annars tríóið Steed Lord, ásamt Edda, bróður Einars.

Í apríl 2008 beið þjóðin með öndina í hálsinum þegar fréttist af alvarlegu umferðarslysi sem Svala og Einar höfðu lent í á Reykjanesbraut ásamt Edda og föður bræðranna, Agli Einarssyni, upptökustjóra á RÚV.  Áreksturinn var harður og mátti teljast mikil mildi að enginn hafi látið lífið í slysinu. Einar slasaðist mest af fjórmenningunum og þurfti meðal annars að dveljast á spítala í tvo og hálfan mánuð til þess að fá bót meina sinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 1 viku

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“