Þó að leikarinn Mark Wahlberg sé orðinn 47 ára er hann að líkindum í betra formi en flestir yngri karlar. Wahlberg þarf líka að hafa fyrir því að vera í formi og óhætt er að segja að hann leggi sig allan fram við það.
Leikarinn deildi með fylgjendum sínum á Instagram hvernig dæmigerður dagur er hjá honum þegar hann er að koma sér í form. Það er skemmst frá því að segja að leikarinn fer í háttinn klukkan hálf átta á kvöldin og vaknar klukkan hálf þrjú á nóttinni. Hann æfir tvisvar á dag, fer í golf og borðar vel.
Hér að neðan má sjá dæmigerðan dag hjá leikaranum:
02:30 – Vaknar
02:45 – Bænastund
03:15 – Morgunmatur
03:40-05:15 – Fyrsta æfing dagsins
05:30 – Morgunhressing eftir æfingu
06:00 – Sturta
07:30 – Golf
08:00 – Snarl
09:30 – Lághitameðferð (e. Cryotherapy). Markmiðið er að liðka vöðva, minnka mögulegar bólgur og hraða brennslu.
10:30 – Snarl
11:00 – Fjölskyldustund/Fundir/Símtöl
13:00 – Hádegismatur
14:00 – Fundir/Vinna
15:00 – Börnin sótt í skólann
15:30 – Snarl
16:00 – Seinni æfing dagsins
17:00 – Sturta
17:30 – Kvöldmatur/Fjölskyldustund
19:30 – Háttatími