fbpx
Miðvikudagur 08.janúar 2025
Fókus

Ágústa selur úlpu á 290 þúsund – Kristinn Hrafnsson sló í gegn með þessu svari

Fókus
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, auglýsti fyrir skemmstu ónotaða úlpu til sölu á 290 þúsund krónur. Um er að ræða úlpu úr smiðju Mr & Mrs Italy sem Ágústa segir að kosti 3.540 evrur út úr búð, eða um 440 þúsund krónur.

Ágústa setti auglýsinguna í Facebook-hópinn Merkjavara föt, skór & aukahlutir, en eins og nafnið gefur til kynna ganga þar dýrar merkjavörur kaupum og sölum.

Í auglýsingunni segir Ágústa:

„Þessi guðdómlega, glæsilega og ofurhlýja loðfóðraða úlpa er til sölu. Hún er ónotuð, var því miður keypt í rangri stærð. Úlpan er öll hin vandaðasta og klassísk eilífðareign. Alfóðruð með refaskinni og kraginn er úr þvottabjarnarskinni. Vart er hægt að fá hlýrri flík fyrir veturinn. Skelin er úr 100% vandaðri bómull,“ segir Ágústa í auglýsingunni sem er dagsett 13. ágúst.

Skjáskot af auglýsingunni sem Ágústa setti inn hefur verið í dreifingu á Facebook og sitt sýnist hverjum um verðið á úlpunni, en auðvitað er enginn glæpur að kaupa eða selja úlpur hversu dýrar eða ódýrar þær eru. Í umræðum um hana segir fjölmiðlamaðurinn Kristinn Hrafnsson til dæmis:

„Ég lenti einmitt í því að kaupa skólaúlpur í rangri stærð fyrir börnin en náði að skipta þeim fyrir notaðan Yaris og fékk nóg í milligjöf til að ráða einkabílstjóra í hlutastarf til að keyra þau í skólann. Þau þurftu því enga úlpu, allir voru sáttir og ég skóp atvinnutækifæri.“

Kristinn uppskar nokkra hláturbroskalla í kjölfarið. Einn bendir réttilega á í umræðunum að Ágústa sé harðdugleg kona sem megi kaupa sér úlpur fyrir sína peninga eins og henni sýnist.

Merkjavörur eru oft á tíðum dýrar enda oftar en ekki um að ræða afar vandaðar vörur. Úlpurnar frá Mr & Mrs Italy eru í þeim flokki og þykja einnig vel hannaðar. Ágústa Johnson hefur yfir 20 ára reynslu af rekstri heilsuræktarstöðva og er sem fyrr segir framkvæmdastjóri Hreyfingar sem nýtur vinsælda hjá stórum hópi fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar skinu skært á rauða dregli Golden Globes

Stjörnurnar skinu skært á rauða dregli Golden Globes
Fókus
Fyrir 2 dögum

Andvirði gjafapokans á Golden Globes er 1 milljón dala – Norðurljósaferð, andlitslyfting, ferð til Balí og Frakklands

Andvirði gjafapokans á Golden Globes er 1 milljón dala – Norðurljósaferð, andlitslyfting, ferð til Balí og Frakklands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar