fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Gaui með fullt af nýjum munum á Hernámssetrinu

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 16. júlí 2018 12:00

Sveinn Hjörtur, Andy og Gaui

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Sigmundsson, eða Gaui litli eins og hann er best þekktur, ræður ríkjum á Hernámssetrinu sem er að Hlöðum í Hvaðfjarðarsveit.

Á Hernámssetrinu er rakin einstök og merkileg saga hernáms á árunum 1940 til 1945, saga sem breytti friðsælli sveit í umgjörð heimsviðburða og skipti sköpum fyrir sigur bandamanna í síðari heimsstyrjöld.  Á safninu má finna vandað safn minja og minninga sem tengjast sögu hernáms í Hvalfirði á þessum örlagaríku umrótatímum.

Hernámssetrið rekur sögu hersetunnar og skipalestanna, sem lögðu upp í langa og erfiða siglingu frá bækistöðinni í Hvalfirði, og gefur innlendum og erlendum ferðamönnum kost á að kynna sér þessa sögu og arfleifð hennar.

Nýlega naut Gaui liðsinnis vina sinna og sótti fullt af nýju dóti til Reykjavíkur, sem mun njóta sín vel á safninu.

Andy og Sveinn Hjörtur

„Þessir vinir mínir Sveinn Hjörtur og Andy hjálpuðu mér að sækja til Reykjavíkur helling af dóti sem mun njóta sín vel á Hernámssetrinu. Andy var hermaður á Keflavíkurvelli hér í denn og hefur komið nokkrum sinnum til Íslands síðan hann hann hætti herþjónustu,“ segir Gaui í færslu á Facebooksíðu Hernámssetursins.

„Það er ómetanlegt að eiga þessa aðila að þegar mikið liggur við. Við fórum tvær ferðir til Reykjavíkur að sækja húsgögn og allskyns smádót, sem gerir Hernámssetrið enn fallegra og er sjón sögu ríkari. Að loknu góðu dagsverki fengum við okkur súpu og köku.“

Gaui hvetur alla til að koma og heimsækja safnið: „Er ekki kominn tími til að kynnast þessari stórmerku sögu okkar Íslendinga úr síðari heimsstyrjöldinni? Ég hvet alla að fá sér bíltúr um Hvalfjörð, koma í kaffi til okkar og skoða safnið, fara kannski í sund í leiðinni. Við á hernámssetrinu þökkum þeim félögum kjærlega fyrir hjálpina og hlökkum til að sjá ykkur á safninu.“

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson

Facebooksíða Hernámssetursins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“