fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

ÞÓRUNN ANTONÍA: „Svo lengi sem hann spilar ekki Call of duty…“ meðan hann reykir kannabis úr skúringafötu

Margrét Gústavsdóttir
Þriðjudaginn 8. maí 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Antonía Magnúsdóttir, leikkona, söngkona, dansari og annálaður karaoke gleðipinni er meðal eftirsóttustu piparmeyja landsins.

Ekki nóg með að hún sjálf sé gullfalleg og í frábæru formi heldur býr hún líka í gullfallegri íbúð, er með góðan húmor og á gott og fallegt barn. Við á Fókus vildum fá að vita aðeins meira um þessa fögru frauku og viðhorf hennar til ástarinnar svo við fengum að skjóta á hana nokkrum spurningum.

 

Hvaða tungumál (annað en íslenska) finnst þér mjög sexý og hvaða tungumál er bara ekkert sexý?

Mér finnst ítalska mjög falleg en sænska mjög ósexý. Það er eitthvað alltof vinalegt við sænska hreiminn.

Enginn er fullkominn og hann gerir of mikið af einu af einverju af þessu. Veldu skásta kostinn:

Reykir tvo pakka af Winston á dag?
Oj! Nei takk það er viðbjóður að reykja!

Borðar próteinduft sem lætur hann leysa óhóflega mikinn vind?
Æji. Undir sömu sæng og ég eða? Annars skil ég ekki hvernig það getur verið gott að nærast á dufti? Get ég bara sturtað í mig Nesquick og verið illa hress eða þurfa að vera mulin bein í þessari blöndu til að ég verði illa köttuð? Ég trúi ekki á svona.

Reykir kannabis úr skúringafötu tvisvar í mánuði?
Svo lengi sem hann spilar ekki Call of duty á meðan er það kannski í lagi. Ég er smá brennd að eilífu eftir reykmettað herbergi og stanslaus sprengjuhljóð úr fyrra sambandi. “Enemy care package approaching!!!”er setning sem kemur upp í hausnum á mér í stressandi aðstæðum.

Horfir á næstum alla fótboltaleiki sem sýndir eru í sjónvarpi?
Úff!

Elskar unnar kjötvörur?
Oj bara!

(Kristinn, blaðamaður á næsta borði): Á kött sem hann talar óhóflega mikið um, greiðir og keppir með á kattasýningum?
Það hljómar reyndar vel, ég væri sko til í að fara á deit á kattarsýningu og ekki væri verra ef hann ætti abysinian kött.

Á fjögur börn, með fjórum konum, öll yngri en 10 ára?
Ég á eitt og það er bara yndislegt – ég myndi örugglega ekki kjósa þetta… en ef ég yrði blinduð og heyrnalaus af ást myndi ég láta það virka.

Notar fleiri tegundir af húð og hárvörum en þú?
Haha! NEI það er skrýtið.

Er mjög trúaður (múslimi, kristinn, satanisti, wiccan) og biður kvölds og morgna og fyrir hverri einustu máltíð?
Haha… sko ég ber reyndar mikla virðingu fyrir andlegum heimi fólks, svo lengi sem það er ekki að reyna að troða sinni trú ofan í mig. Þetta myndi ganga ef við værum sammála en alls ekki ef við værum það ekki.

Lanar og drekkur Monster til 03.00 að minnsta kosti fjórar nætur í viku?
Nei ég held það myndi ekki ganga upp. Ef hann drykki Magic væri það annað mál.

Hvaða mistök gera pör helst í samböndum sínum?

Ég veit ekki með önnur pör en mín mistök eru yfirleitt að láta hjartað ráða og hlusta sem minnst á hausinn. Ég er alltaf með hjartað á erminni og það er ágætt nota sömu ermi til að þurka tárin ef hlutirnir virka ekki.

Persónulega er ég brennd eftir allskonar vesen úr fyrri samböndum og þarf stundum að staldra við áður en ég skelli hurðinni á manneskjur sem vekja hjá mér krefjandi tilfinningar eins og ást og hrifningu, eða höfnunartilfinningu, þá er ég yfirleitt farin.

Hvað á að líða langur tími frá því að fólk kynnist og þar til það fer að búa saman? Eru einhverjar reglur?

Æji ég veit það ekki. Sumir bara verða ástfangir og gera allt strax meðan aðrir bíða. Þetta er flókið og persónubundið. Ég held að maður viti ansi fljótt í hvaða “flokk” fólkið sem maður deitar fellur. Er þetta alvöru eða bara eitthvað stundargaman?

Veistu um eitthvað par, sem þú þekkir eða ekki, sem er í fyrirmyndar sambandi?

Fólk sem gefur hvert öðru pláss til að þroskast og er heiðarlegt við hvort annað er á réttri braut… ég þekki engin pör sko. Þannig að það eru engar fyrirmyndir.

Hvaða eiginleikar eru mikilvægastir í fari karlmanna?

Heiðarleiki og húmor. Að menn séu heiðarlegir með tilfinningar sínar og það sem  þeir gera. Bara heiðarlegir. Það er mikið atriði.

 

Hvaða mistökum í ástarlífinu ertu búin að læra mest af?

Að leika ekki leiki. Ef fólk fílar mann ekki eins og maður er er best að fá að vita það strax frekar en að vera að leika einhverja glansmynd sem mun svo auðvitað mást af með tímanum. Svo er mikilvægt að kunna að segja fyrirgefðu ef maður særir. Ég er alltaf að gera einhver mistök en þannig lærir maður. Fólk kemur inn í líf manns af ástæðu og lexíurnar eru ekki alltaf augljósar fyrr en seinna stundum. Þess vegna eru öll sambönd falleg og einn daginn munu öll mistökin vinna með manni þegar maður loksins hittir réttu manneskjuna hugsa ég.

Er kemistría mikilvæg eða er hún eitthvað sem kemur kannski bara með tímanum?

Ég er á þeirri skoðun að þú vitir nokkuð fljótt hvort þú sért skotin eða ekki, þetta fer eftir lyktinni, þetta er vísindalegt. Þú getur ekki búið til alvöru kemistríu en þú getur vanist einhverjum fúlum hrút…

Langar þig að eignast fleiri börn?

Lífið leiðir það örugglega bara í ljós. Ég er ekki á því í dag og er afskaplega sátt við mitt líf eins og það er.

Verður sumarið 2018 sumar ástarinnar?

Já! Pottþétt fyrir einhverja heppna!

Að lokum skulum við skoða stutt myndskeið af Þórunni Antoníu að velta sér yfir karlmann:


Smelltu HÉR til að lesa ítarlegra viðtal við Þórunni sem tekið var í október 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni