fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

LÍFSSTÍLL: Goth og gufu-pönkarar gerðu sér myrkan dag – MYNDIR

Margrét Gústavsdóttir
Fimmtudaginn 3. maí 2018 14:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dauði, drungi, angurværð og undarleg fyrirbæri. Allt saman telst þetta innblástur fyrir þau sem elska gotneska tímabilið í menningarsögunni og kenna sig við Goth og/eða gufu-pönk.

Þetta eru týpur sem lifa hálfpartinn í einhverskonar myrkum ævintýra-heimi og vita fátt meira heillandi en hrafna, leðurblökur, blóð og vandaðar líkkistur.

Þó ótrúlegt megi virðast þá er þessi jaðarhópur langt frá því að vera fámennur og á hverju ári fara fram hátíðir víðsvegar í Evrópu þar sem þúsundir Goth og gufu-pönkara koma saman. Þessar myndir voru teknar í bænum Withby á Englandi um síðustu helgi en þar fór fram fjölskrúðug Goth hátíð 24 árið í röð.

Hátíðin hófst árið 1994 og allar götur síðan hafa þúsundir karla og kvenna á öllum aldri, klædd að hætti goth og gufu-pönkara mætt á svæðið í fullum skrúða. Látum myndirnar tala sínu máli.

Kieran Martin frá South Shields stillir sér upp fyrir ljósmyndara og tekur þessu öllu mjög alvarlega eins og vera ber.

Jill McCreath og David Leonard frá Darlington stilla sér upp í fjörunni. Takið eftir skónum hennar Jill og spilunum í hattinum.

Með hauskúpur í gleraugunum.

Megan Watts frá Scarborough gæðir sér á sérstökum Goth rjómaís sem að sjálfsögðu er biksvartur. Rjómaís væri allt of sakleysislegur fyrir alvöru goth-fólk.

Venjulega fólkið og óvenjulega fólkið slakar á með kaffibolla  í vorsólinni á Englandi.

Goth lífsstíllinn er svo sannarlega ekkert grín.

(Myndir: Ian Forsyth/Getty Images)
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

HM-stemning hjá Íslensku Klíníkinni – Fríður hópur lagður af stað til Zagreb

HM-stemning hjá Íslensku Klíníkinni – Fríður hópur lagður af stað til Zagreb
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karlmaður sem tók þátt í kynlífsmaraþoni Bonnie Blue stígur fram – Myndefni vekur óhug

Karlmaður sem tók þátt í kynlífsmaraþoni Bonnie Blue stígur fram – Myndefni vekur óhug