fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

MYNDIR: Pilluglös og eiturlyf fundust víða í Prince-setrinu eftir andlátið

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 21. apríl 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Minnesota-ríki Bandaríkjanna hefur opinberað myndbrot og ljósmyndir úr aðsetri söngvarans Prince við Paisley Park, en myndefnið var tekið skömmu eftir andlát hans í apríl árið 2016.

Prince lést 57 ára að aldri og leiddi krufning það í ljós að hann hafi látist af völdum ofneyslu lyfja.

Í myndefninu má finna ýmis lyfjaílát og ógrinni af snyrti- og förðunarvörum. Einnig sjást ýmsir leikmunir, ljósmyndir og málverk stillt upp til að sýna stærstu afrek stjörnunnar, en var þó hvergi vottur af minnismerkjum um fjölskyldumeðlimi eða vini.

Örstutta kynningarferð um Prince-setrið má finna í eftirfarandi myndbroti ásamt ljósmyndum lögreglunnar hér að neðan.

Prince var mikið fyrir það að stilla upp myndir af sjálfum sér í gegnum ferilinn um allt heimilið.

 

Prince fannst látinn í þessari lyftu á heimili sínu. Sést þarna ilmblanda í horninu hjá teppinu.

 

Söngvarinn átti nóg af förðunar- og snyrtivörum, þó hann hafi sjálfur ekki verið alltaf mikill snyrtipinni. Talið er að hinn 57 ára gamli söngvari hafi verið haldinn mikilli þráhyggju fyrir því að líta unglega út.

 

Í sérstöku geymslurými Prince fannst gríðarlegt magn af óútgefnum upptökum, gögnum og alls kyns lyfjum.

 

Talsvert magn af óaðgreindu, hvítu dufti fannst á heimilinu, eins og sést hér ásamt silfurskeið.

 

Glimmer-skór þóttu í sérlega miklu uppáhaldi hjá söngvaranum.

 

Innihald þessa veskis skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024