fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Tjúllað þjóðfélag

Eyjan
Mánudaginn 23. september 2024 08:00

Ole Anton Bieltvedt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn tók 35 milljóna króna lán 2004, er búinn að borga af því í 20 ár, og nú stendur skuldin í 64 milljónum!

Eins og ég hef stundum nefnt í mínum greinum, bjó ég áratugum saman í Þýzkalandi og fylgdist náið með þróun ESB og innleiðingu evru. Ég upplifði þetta allt, sem sagt, innan frá, fylgdist gjörla með því og naut þeirrar auknu velferðar þar, sem starfsemi ESB og evra tryggðu. Stöðugleika, fyrirsjáanleika – maður vissi hvar maður stóð, hvað maður átti og skuldaði, það gat ekki breytzt – og vextir af lánsfé, „skatturinn“ til fjármagnseigenda, var í lágmarki. Snar þáttur í jafnrétti. Þessi þáttur mála bauð í Þýzkalandi upp á allt annað og betra líf en hér.

Eftir að heim kom hef ég viljað koma þessari reynslu minni og þekkingu á framfæri við landsmenn í þeirri von að menn skildu hversu mikið almennt hagsmuna- og velferðarmál, réttlætis- og mannréttindamál, það væri að við förguðum gallagripnum krónunni, gengjum að fullu í ESB og tækjum upp evruna.

Það undarlega er að margir virðast ekki skilja hvað ég hef verið að fara í þessum málum, þó að einkum augu unga fólksins séu smám saman að opnast fyrir því hvílíkt ólánstól krónan, með sínu yfirgengilega vaxtafári, skorti á fyrirsjáanleika, óvissu um eigin stöðu og öðru óöryggi er, enda bitnar krónu-fárið einkum á því.

Ágætur maður, Þórður Daníelsson, sendi mér á dögunum gögn um sína upplifun af krónunni og því hvernig krónu-lántaka hefur leikið hann og hans fjölskyldu nú í 20 ár, og enn er langt í endi eða lok hans píslargöngu í þessu máli. Í raun sé ég ekki hvernig eða hvar þetta geðveikisdæmi á eða getur endað. Þó að skilvíslega sé greitt af, hækkar bara skuldin og hækkar.

Þann 12. nóvember 2004 tók Þorsteinn lán upp á 35.000.000 kr. Hann er búinn að borga af því síðan, nú í 20 ár, en nú stendur lánið, krafan, í 64.178.325 kr. Eftirstöðvarnar sjálfar eru ekki nema 24.172.512, en áfallnar verðbætur nema 40.005.813 kr.

Nú, 15. ágúst, greiddi Þorsteinn af láninu og var afborgunin, greiðslu-krafan, reiknuð svona:

  1. Afborgun á nafnverði (hin raunverulega afborgun) 59.353 kr
  2. Vextir, 4.2% (hinir raunverulegu vextir)……………….84.812 kr
  3. Afborgun verðbóta…………………………………………..98.230 kr
  4. Verðbætur v/vaxta…………………………………………140.365 kr
  5. Tilkynningar- og greiðslugjald………………………………..520 kr

Til greiðslu………………………………………………………383.280 kr

Hefði þetta lán verið tekið Í evrum hefðu aðeins tveir fyrstu greiðsluliðirnir, 1 og 2, verið á dagskrá, samtala 144.165 kr., og svo tilkynningargjaldið, 520 kr., í stað 383.280 kr.

Grunnhyggnir krónu-talsmenn segja þá, já, en íbúðin hefur hækkað að sama skapi og skuldin. En þetta er auðvitað hjóm eitt, húmbúkk, því íbúðin hefur ekkert meira raunverðgildi fyrir Þorstein, þrátt fyrir hærra söluverð, því fyrir þetta hærra söluverð fæst ekkert meira, allt annað hefur hækkað að sama skapi; ef skipt væri í aðra íbúð t.a.m. hefði hún hækkað að sama skapi og fengist því ekkert meir fyrir hærra söluverð.

Þessar uppblásnu tvöföldu verðbætur eru því stórfelldir aukavextir, okurvextir, sem Þorsteinn hefur verið neyddur til að borga bankanum, fjármagnseigendum, og hann fær í reynd ekkert fyrir.

Við lifum, sem sagt, í tjúlluðu okursamfélagi og, jafn undarlegt og það er, virðast Íslendingar bara margir hverjir ánægðir með krónuna og þá sturlun og það fár, það ranglæti og þá áþján, sem hún veldur skuldurum landsins og reyndar líka flestum öðrum, nema þá bönkum, fjármagnseigendum og tengdum hagsmunaklíkum.

Eins og stefnumál flokka hafa þróast er aðeins einn flokkur sem vill berjast fyrir fullri ESB-aðild og upptöku evru. Viðreisn. Aðeins Viðreisn vill brjóta upp okurvexti krónuhagkerfisins. Enginn annar. Væri ekki ráð fyrir landsmenn, þá ekki sízt unga fólkið, að hafa það í huga í næstu kosningum. Það er ekki langt í þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra