Emiliano Sala og flugmaðurinn sem voru um borð í flugvélinni sem hvarf á sunnudag, hafa ekki fundist. Vélin hefur heldur ekki fundist.
Sala varð um helgina liðsfélagi Arons Einars Gunnarssonar en félagið keypti hann frá Nantes í Frakklandi. Hjá Nantes er Kolbeinn Sigþórsson.
Vélin var á leið fá Nantes í Frakklandi til Cardiff. Cardiff var að kaupa Sala frá Nantes en hann var í Frakklandi að kveðja gamla vini. Sala var í vélinni ásamt flugmanni hennar.
Vélin týndist við Casquets á leið sinni en það var um klukkan 20:30 á sunnudag, flugumferðarstjórar tóku þá eftir því að vélin hvarf skyndilega af radsjá sem þeir fylgjast með. Talið er að Sala og flugmaðurinn séu látnir.
Leit hefur staðið yfir síðan á sunnudag en fjöldi báta, þyrlur og flugvélagar hafa komið að henni.
Sala var ekki spenntur fyrir að stíga um borð í vélina sem honum fannst gömul og lélegt. BBC segir að hann hafi sent á fjölskyldu sína að hann væri mjög hræddur.
,,Ég er í flugvél sem virðist vera að hrynja í sundur,“ á Sala að hafa sent á fjölskyldu sína á WhatsApp.
Leitin að vélinni og þeim félögum var að hefjast á nýjan leik.
Meira:
Sjáðu myndirnar: Leita að Sala og flugvélinni úti á hafi
Hætt við æfingu Arons Einars og félaga: ,,Við liggjum á bæn og vonumst eftir jákvæðum fréttum“
Fitzgerald stýrir leitinni að liðsfélaga Arons: Telur nánast útilokað að hann sé á lífi
Kolbeinn og liðsfélagar í sárum í Frakklandi: Víðamikil leit af Sala og flugvélinni
Staðfesta að liðsfélagi Arons Einars hafi verið um borð í vélinni sem hvarf í gær
Óhugnanlegt atvik: Dýrasti leikmaðurinn í liði Arons Einars sagður vera í flugvél sem er týnd