AFP fréttastofan hefur fengið það staðfest frá lögreglunni í Frakklandi að Emiliano Sala, framherji Cardiff hafi verið um borð í flugvélinni sem hvarf í gær. Cardiff hefur ekki staðfest fréttirnar.
Vélin var á leið fá Nantes í Frakklandi til Cardiff. Cardiff var að kaupa Sala frá Nantes en hann var í Frakklandi að kveðja gamla vini.
Vélin týndist við Casquets á leið sinni en það var um klukkan 20:30 í gærkvöldi, flugumferðarstjórar tóku þá eftir því að vélin hvarf skyndilega af radar sem þeir fylgjast með.
Cardiff borgaði 14 milljónir punda fyrir Sala um helgina, hann er markaskorari sem getur hjálpað liðinu mikið.
Meira:
Óhugnanlegt atvik: Dýrasti leikmaðurinn í liði Arons Einars sagður vera í flugvél sem er týnd
Atvikið átti sér ekki stöð í lögsögu Bretlands en lögreglan og önnur yfirvöld þar í landi, sendu samt þyrlu á svæðið.
Aðstæður á leitarstað voru slæmar og fannst vélin ekki við fyrstu tilraun. Sagt er að veðrið hafi ekki verið mjög slæmt þegar vélin hvarf.
Um er að ræða The Piper Malibu flugvél sem leitað verður af í dag en Sala er dýrasti leikmaður í sögu Cardiff. Aron Einar Gunnarsson er í herbúðum félagsins.
Cardiff City's Emiliano Sala WAS on plane that went missing over Channel Islands, French police confirm https://t.co/5xC1aqzGOM pic.twitter.com/LpDzdw8GeL
— Daily Mail U.K. (@DailyMailUK) January 22, 2019