,,Ég held að þeir séu ekki á lífi,“ segir John Fitzgerald sem er yfirmaður leitarinnar við Ermasund þar sem talið er að flugvél með Emiliano Sala framherja Cardiff hafi hrapað.
AFP fréttastofan hefur fengið það staðfest frá lögreglunni í Frakklandi að Emiliano Sala, framherji Cardiff hafi verið um borð í flugvélinni sem hvarf í gær. Cardiff hefur ekki staðfest fréttirnar.
Sala varð um helgina liðsfélagi Arons Einars Gunnarssonar en félagið keypti hann frá Nantes í Frakklandi. Hjá Nantes er Kolbeinn Sigþórsson.
Vélin var á leið fá Nantes í Frakklandi til Cardiff. Cardiff var að kaupa Sala frá Nantes en hann var í Frakklandi að kveðja gamla vini. Sala var í vélinni ásamt flugmanni hennar.
Vélin týndist við Casquets á leið sinni en það var um klukkan 20:30 í gærkvöldi, flugumferðarstjórar tóku þá eftir því að vélin hvarf skyndilega af radar sem þeir fylgjast með.
,,Það er svo kalt úti að þú átt bara klukkutíma til að bjarga þér á þessum árstíma,“ sagði Fitzgerald.
,,Við vitum ekki hvað varð um flugvélina, hún hvarf bara. Við vitum ekki hvort vélin lenti á sjónum eða hrapaði bara beint niður brotnaði.“
,,Við höldum áfram eins lengi og þarf en vatnið er mög kalt þessa stundina, á þessum árstíma lifir þú bara af í mesta lagi klukkustund í sjónum.“
,,Það eru minni en fimm prósent líkur á að einhver finnist á lífi,“ sagði Fitzgerald en Sala var ásamt flugmanni í vélinni.
Meira:
Kolbeinn og liðsfélagar í sárum í Frakklandi: Víðamikil leit af Sala og flugvélinni
Staðfesta að liðsfélagi Arons Einars hafi verið um borð í vélinni sem hvarf í gær
Óhugnanlegt atvik: Dýrasti leikmaðurinn í liði Arons Einars sagður vera í flugvél sem er týnd