fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025
433Sport

Björn Bragi hræddur þegar hann heimsótti íslenska liðið: „Við mættum og það voru sex gæjar með vélbyssur“ – Leitað að sprengjum

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. júní 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn Björn Bragi Arnarson segist hafa verið pínu óttasleginn þegar hann heimsótti íslenska landsliðið á hótel þeirra í gærkvöldi. Strákarnir í Mið-Íslandi mættu í óvænta heimsókn og héldu vel heppnað uppistand fyrir strákana.

Í viðtali við 433.is í gær, eftir uppistandið, sagði Björn að það hefði verið hálf óraunverulegt að sjá þá gífurlegu öryggisgæslu sem er við hótel íslenska liðsins í Rússlandi.

„Þetta er eitt það fyndnasta sem ég hef lent í. Þetta var eins og að vera í stríði. Við mættum og það voru sex gæjar með vélbyssur.“

„Við fengum að pissa áður en við komum inn á hótelið og það var bara einhver vöruskemma og einhver beddi á gólfinu og gæi með vélbyssu. Maður var pínu hræddur bara.“

„Þetta sýnir hversu stórt dæmi þetta er. Við þurftum að fara í vopnaleit og sprengjuleit á bílnum, gæinn var að tékka hvort við værum með bílsprengju,“ sagði Björn Bragi en allt gekk þetta þó vel.

Í viðtalinu, sem má sjá í heild sinni hér að neðan, kemur meðal annars fram að Björn og markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson séu góðir vinir. Hannes varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á laugardag og færa má rök fyrir því að hann hafi verið besti markvörður heimsmeistaramótsins til þessa. Björn sá það ekki alveg fyrir sér fyrir nokkrum árum.

,,Það var algjörlega súrréalískt. Ég táraðist í stúkunni, ég geri grín að honum og skýt á hann í þessu uppistandi áðan en maður var að springa úr stolti.“

,,Það fyndna er að þegar við vorum saman í Verzló svona 17 ára og vorum að gera 12:00 og svona, ég vissi ekki einu sinni að hann væri að æfa fótbolta.“

,,Hann var bara einn af þessum gæjum, ‘já ókei er þessi eitthvað í boltanum’, hann var á bekknum hjá Leikni og svo var hann eitthvað að hanga í þessu. Það er ekki séns að ég hefði séð hann fyrir mér fara á HM.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kristinn Freyr framlengir á Hlíðarenda – „Á meðan það eru ennþá töfrar í löppunum á Kidda þá verður hann í Val“

Kristinn Freyr framlengir á Hlíðarenda – „Á meðan það eru ennþá töfrar í löppunum á Kidda þá verður hann í Val“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ólíklegt að þeir íhugi að samþykkja tilboð frá Spáni – Eitt fyrsta verkefni nýja mannsins að framlengja við hann

Ólíklegt að þeir íhugi að samþykkja tilboð frá Spáni – Eitt fyrsta verkefni nýja mannsins að framlengja við hann
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool sendir inn fyrirspurn – Ódýrari kostur en aðrir

Liverpool sendir inn fyrirspurn – Ódýrari kostur en aðrir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Með fullt hús gegn andstæðingum okkar – Gylfi Þór skoraði í báðum leikjunum

Með fullt hús gegn andstæðingum okkar – Gylfi Þór skoraði í báðum leikjunum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United teiknar upp fjögurra manna lista – Tvö ný nöfn nefnd til sögunnar

United teiknar upp fjögurra manna lista – Tvö ný nöfn nefnd til sögunnar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Birtir mynd af sér á gjörgæslu þar sem hann var að berjast fyrir lífi sínu

Birtir mynd af sér á gjörgæslu þar sem hann var að berjast fyrir lífi sínu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United ætlar að reyna að kaupa besta leikmann Barcelona

United ætlar að reyna að kaupa besta leikmann Barcelona
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Liverpool eignaðist sitt fyrsta barn með 19 ára eiginkonu sinni

Fyrrum leikmaður Liverpool eignaðist sitt fyrsta barn með 19 ára eiginkonu sinni
433Sport
Í gær

Leifur Andri leggur skóna á hilluna – „Virkilega erfið ákvörðun“

Leifur Andri leggur skóna á hilluna – „Virkilega erfið ákvörðun“