Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands telur að hann muni ná fyrsta leik Íslands á HM gegn Argentínu.
Aron Einar fór í aðgerð á hné fyrir nokkrum vikum og hefur verið í enduhræfingu í Katar.
Afar litlar líkur eru á að hann muni taka þátt í æfingaleikum Íslands fyrir mótið, gegn Noregi og Ghana.
Aron er ný mættur til landsins og telur sig vera á góðum stað í enduhræfingunni.
,,Ég er mjög ánægður hvar ég er staddur,“ sagði Aron Einar við fjölmiðla í dag.
,,Ég er á þeim stað, það þarf að meta mig með sjúkraþjálfurum hvað ég get gert á morgun. ÉG er rólegur í dag, ég reikna ekki með því að spila í æfingaleikjunum.“
,,Mér líður eins og ég nái leiknum við Argentínu, mér líður eins og ég sé á plani. Ég er mjög jákvæður, sáttur við standið á mér.“
Viðtalið er í heild hér að neðan.