Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.
Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.
Gestur þáttarins að þessu sinni er markahrókurinn Viðar Örn Kjartansson sem spilar með Rostov í Rússlandi.
Viðar hefur átt ansi litríkan feril en hann hefur spilað í Skandinavíu, Ísrael og líka í Kína sem var áhugavert skref.
Viðar er 28 ára gamall framherji en hann á að baki 19 landsleiki fyrir Ísland.
Í þættinum er farið yfir ýmislegt áhugavert og er skemmtilegt að heyra hvað Viðar hefur að segja um ferilinn hingað til.
Þáttinn má heyra hér að neðan en hann er einnig í öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Meira:
90 mínútur með Theodóri Elmari: Hlustaðu á þáttinn hérna – Fótbolti, sorgin að missa bróður sinn og Twitter stríð
90 mínútur með Þorvaldi Örlygssyni: Hlustaðu á þáttinn hérna – Æskuárin, fróðlegur tími með Brian Clough og fleira
90 mínútur með Tryggva Guðmundssyni: Hlustaðu á þáttinn hérna – Bikaróður, blóðtappi og leiðindi í Fylki
90 mínútur með Guðna Bergssyni: Hlustaðu á þáttinn hérna – Gagnrýnin, kosningar og erfiða haustið
90 mínútur með Herði Magnússyni: Hlustaðu á þáttinn hérna – Markanef, Eiður Smári og Pepsimörkin
90 mínútur með Heimi Guðjónssyni: Hlustaðu á þáttinn hérna – Uppsögnin hjá FH, Færeyjar og flugferð með Gaua Þórðar
90 mínútur með Jóni Rúnari Halldórssyni: Hlustaðu á þáttinn hérna – FH, persónuníð, KSÍ og gervigras
90 mínútur með Frey Alexanderssyni