Kjartan Henry Finnbogason leikmaður Ferencvaros er til umfjöllunar í danska sjónvarpinu.
Þar er fjallað um atvik þar sem Kjartan fékk morðhótanir eftir að hafa skorað gegn Bröndby um mitt ár.
Kjartan lék þá með Horsens í Danmörku og skoraði tvö mörk gegn danska stórlðinu í 2-2 jafntefli.
Bröndby gerði sér vonir um að verða meistari en mörk Kjartan voru áfall fyrir stuðninsgsmenn félagsins.
,,Ef þú kemur til Kaupmannahafnar þá verður þú drepinn,“ segir Kjartan Henry um ein skilaboðin sem hann fékk en Bröndby er staðsett þar í borg.
Einnig er rætt við Helgu Björnsdóttir, eiginkonu Kjartans. ,,Hvað er málið með fólk?,“ segir Helga meðal annars.
Danska sjónvarpið heimsótti þau til Ungverjalands en stutta klippu má sjá hér að neðan.
Spektakulær historie om, hvordan nogle Brøndby-fans reagerede over for Finnbogason (og familie) efter Horsens-kampen i maj. Se anden del af ONSIDE-serien om ‘Superligaens digitale had’ på søndag #TV3SPORT pic.twitter.com/UkNBp5bPz5
— René Schrøder (@TV3Schroder) December 7, 2018