Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ristjóri 433.is stýrir.
Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.
Næsti gestur þáttarins er þjálfari HB í Færeyjum, Heimir Guðjónsson.
Heimir vann kraftaverk í Færeyjum á sínu fyrsta tímabili, liðið vann deildina og setti þar stigamet.
Ár er síðan að Heimir var rekinn frá FH, uppsögn hans var umdeild en Heimir ræðir hana.
Hann fer yfir flugferð með Guðjóni Þórðarsyni og meira gott.
Þátturinn er kominn í allar helstu hlaðvarpsveitur en þáttinn má heyra hér að neðan.
Meira:
90 mínútur með Jóni Rúnari Halldórssyni: Hlustaðu á þáttinn hérna – FH, persónuníð, KSÍ og gervigras
90 mínútur með Frey Alexanderssyni