Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ristjóri 433.is stýrir.
Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.
Næsti gestur þáttarins er formaður knattspyrnudeildar FH, Jón Rúnar Halldórsson.
Jón hefur lengi starfað fyrir FH, unnið þarf kraftaverk og byggt upp stórveldi í íslenskum fótbolta.
Nú þegar á móti blæs í Kaplakrika þarf að snúa taflinu við og telur Jón að það mun takast.
Hann hefur mátt þola mikið persónuníð vegna bygginar á knatthöll sem nú rís í Kaplakrika.
Hann hefur sterka skoðun á því sem KSÍ er að gera og á gervigrasi sem nú er að ríða sér völl sem aldrei fyrr.
Meira:
90 mínútur með Frey Alexanderssyni
Þátturinn er kominn í allar helstu hlaðvarpsveitur en þáttinn má heyra hér að neðan.