Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ristjóri 433.is stýrir.
Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.
Fyrsti gestur þáttarins er Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins og fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins.
Farið verður um víðan völl en rætt verður við Frey um allan hans feril í fótbolta og hvernig það var að vaxa úr grasi í Breiðholti.
Móðir Freys var aðeins 17 ára gömul þegar hún átti hann og hann átti í litlu sambandi við föður sinn framan af.
Þá eru rifjaðar upp góðar sögur þegar Freyr barðist í bökkum í Danmörku og meira til.
Þáttinn má hlusta hér að neðan en þátturinn kemur inn á hlaðvarps veitur á næstu helgum